fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |
433Sport

Stórstjarna þénar 31 milljón á viku: Ætlaði ekki að borga barnapíu sinni launin

433
Miðvikudaginn 26. júní 2019 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City hefur verið dæmdur til að greiða konu sem passaði börnin hans, 3,612 pund. Mahrez hafði neitað að borga konunni launin sín.

Cathy Miraflores, frá Filippseyjum hafði passað börn Mahrez um langt skeið. Það var hins vegar í nóvember í fyrra sem hann hætti að borga launin hennar.

,,Hann er svindlari, ég vann öllum stundum. Ég vildi bara fá launin mín,“
sagði Cathy við ensk blöð. Mahrez kostaði Englandsmeistara City, 60 milljónir punda fyrir ári síðan.

Mahrez þénar sjálfur 200 þúsund pund á viku, rúmar 30 milljónir króna. ,,Ég var til taks allan sólarhringinn, ég svaf í sama herbergi og börnin, ef þau vöknuðu, þá sá ég um það.“

,,Ég fór aldrei heim, ég var öllum stundum hjá þeim í Manchester. Það voru aldrei vandræði með vinnu mínu, ég á bara að fá laun fyrir það sem ég gerði.“

Cathy fékk 12 pund á tímann. ,,Ég vil ekki skemma orðspor hans, ég vil bara launin,“ sagði Cathy sem hafði unnið hjá Mahrez frá því í mars í fyrra.

Cathy hafði frá því í nóvember reynt að rukka launin, Mahrez rak hana úr starfi og hætti að svara henni.

Í janúar ákvað Cathy að fara með málið fyrir dómara og það var í gær sem henni var dæmdur sigur. Mahrez þarf að borga henni 572 þúsund krónur, í hvelli.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Krónprins frá Sádí-Arabíu vill kaupa United: Þetta eru leikmenn sem hann gæti verslað

Krónprins frá Sádí-Arabíu vill kaupa United: Þetta eru leikmenn sem hann gæti verslað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu magnaðan heimavöll sem Beckham ætlar að byggja í Miami

Sjáðu magnaðan heimavöll sem Beckham ætlar að byggja í Miami
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu höllina sem City vill byggja í Manchester: Kostar 48 milljarða

Sjáðu höllina sem City vill byggja í Manchester: Kostar 48 milljarða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur tekur upp hanskann fyrir Gylfa: „Þungu fargi var létt af hon­um“

Guðmundur tekur upp hanskann fyrir Gylfa: „Þungu fargi var létt af hon­um“