fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |
433Sport

Kórdrengir fá mikinn liðsstyrk: Davíð Þór skrifaði undir

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórdrengir hafa fengið vænan styrk fyrir komandi átök en liðið leikur í þriðju efstu deild hér á landi.

Kórdrengir eru í toppbaráttunni í þriðju deild og stefna að því að komast upp í 2.deildina fyrir næsta tímabil.

Davíð Þór Ásbjörnsson skrifaði í dag undir samning við Kórdrengi og kemur til liðsins frá Fylki.

Davíð er fjölhæfur leikmaður og verður hann gjaldgengur með Kórdrengjum frá og með 1. júlí.

Tilkynning Kórdrengja:

Nú er rétt tæp vika í að glugginn opnar eða 1. júlí og hafa Kórdrengir fengið gríðarlegan liðsstyrk, Davíð þór Ásbjörnsson.

Davíð Þór er fæddur 1992 og kemur til okkar frá sínu uppeldisfélagi Fylki. Davíð á að baki um 111 leiki í meistaraflokki, 79 í efstu deild, 16 í Inkasso og 16 í bikar.

Hann hefur einnig spilað bæði með U17 og U19 landsliðum Íslands.

Davíð þór er sterkur og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum og verður hann gjaldgengur með okkur frá og með 1. júlí.

Mbk Kórdrengir!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Krónprins frá Sádí-Arabíu vill kaupa United: Þetta eru leikmenn sem hann gæti verslað

Krónprins frá Sádí-Arabíu vill kaupa United: Þetta eru leikmenn sem hann gæti verslað
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu magnaðan heimavöll sem Beckham ætlar að byggja í Miami

Sjáðu magnaðan heimavöll sem Beckham ætlar að byggja í Miami
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu höllina sem City vill byggja í Manchester: Kostar 48 milljarða

Sjáðu höllina sem City vill byggja í Manchester: Kostar 48 milljarða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur tekur upp hanskann fyrir Gylfa: „Þungu fargi var létt af hon­um“

Guðmundur tekur upp hanskann fyrir Gylfa: „Þungu fargi var létt af hon­um“