Föstudagur 15.nóvember 2019
433Sport

Plús og mínus: Engin sól, engin afsökun

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. júní 2019 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR vann gríðarlega sterkan sigur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er liðið spilaði við FH í Kaplakrika.

KR fagnaði að lokum 2-1 sigri en þeir Alex Freyr Hilmarsson og Tobias Thomsen skoruðu mörk gestanna. Steven Lennon gerði eina mark FH.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

KR-ingar voru frábærir í fyrri hálfleik og var forystan verðskulduð. Voru með öll völd á vellinum.

KR-ingar börðust allir sem einn, þetta var bara frábær liðsframmistaða. Andinn í liðinu er upp á tíu.

Þeir svarthvítu voru með svör við flest öllu sem FH reyndi. Það var aldrei einhver alvöru hætta fyrir framan mark gestanna fyrr en undir lok leiksins.

Aðal munurinn á leik liðanna voru hlaup KR-inga. Það var hlaupið inn fyrir vörn FH og menn tóku spretti í hverri einustu sókn. Það sama má ekki segja um FH.

FH svaraði seinna marki KR þó vel og komst strax inn í leikinn. Markið var þó ekki frábært en Steven Lennon átti skot í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið.

FH ógnaði undir lok leiksins og þá var Beitir Ólafsson magnaður í marki KR. Geggjuð frammistaða frá honum.

Mínus:

Leikur FH var svo hægur og komst liðið ekki inn í leikinn fyrr en eftir svona 65 mínútur. Það er bara alltof seint.

Mér fannst Óli Kri bara leggja þennan leik rangt upp. Það er kannski auðvelt að segja það en tempóið í leik FH hentaði KR gríðarlega vel.

KR missti aðeins hausinn eftir mark FH, leyfðu heimamönnum að keyra á sig. Það getur verið stórhættulegt.

Það eru margir góðir einstaklingar í liði FH en þeir buðu ekki upp á mikið í dag. Brandur Olsen, Kristinn Steindórsson og Atli Guðna voru nokkuð týndir.

FH var nálægt því að jafna í 1-1 í seinni hálfleik er Brandur fékk DAUÐAFÆRI en Beitir varði frá honum. Það er óskiljanlegt hvernig Brandur var ekki dæmdur rangstæður en hann var svo ótrúlega langt fyrir innan. Það var í raun fáránlegt. Það var engin sól til að bögga dómarann svo það er engin afsökun. Hefði verið risastórt mál ef boltinn hefði farið í netið.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjóðin reið: Ákvörðun sem margir gagnrýna – ,,Með því steiktara sem ég hef séð“

Þjóðin reið: Ákvörðun sem margir gagnrýna – ,,Með því steiktara sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland gerði jafntefli í Tyrklandi – Ekki beint á EM

Ísland gerði jafntefli í Tyrklandi – Ekki beint á EM
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Er Alfreð alvarlega meiddur?

Sjáðu myndirnar: Er Alfreð alvarlega meiddur?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Harðneitar að fara þó þeir vilji losna við hann: ,,Ég er ekki að fara neitt“

Harðneitar að fara þó þeir vilji losna við hann: ,,Ég er ekki að fara neitt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands í Tyrklandi: Kolbeinn, Alfreð og Jón Daði byrja

Byrjunarlið Íslands í Tyrklandi: Kolbeinn, Alfreð og Jón Daði byrja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tyrkir segja leikinn þann stærsta síðan í undanúrslitum EM 2008

Tyrkir segja leikinn þann stærsta síðan í undanúrslitum EM 2008
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óli Jó treysti ekki Gary Martin: „Hann var með skot á mig en hann féll nú reyndar“

Óli Jó treysti ekki Gary Martin: „Hann var með skot á mig en hann féll nú reyndar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lykilmaður Tyrkja: „Þetta er ekki búið“ – Stúkan verður rauð

Lykilmaður Tyrkja: „Þetta er ekki búið“ – Stúkan verður rauð