fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Raggi Sig vildi ná fram hefndum og Albert taldi sig vera ógeðslegan: Þetta fann hann undir rúminu – ,,Ég svaf í þessu í einhverjar vikur“

433
Laugardaginn 22. júní 2019 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fjölnis, hefur leikið með nokkrum góðum liðum hér á landi.

Albert er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Fylki þar sem hann lék með góðum leikmönnum og þar á meðal Ragnari Sigurðssyni.

Raggi Sig er þekktur landsliðsmaður í dag en hann leikur með Rostov í Rússlandi en er uppalinn í Fylki.

Albert sagði heldur skemmtilega og skrítna sögu af sér og Ragnari í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið.

Albert og Ragnar grínuðust oft í hvor öðrum á þessum tíma en í eitt skiptið þá fór grínið aðeins úr böndunum.

,,Ég ætlaði að segja þér eina sögu af Ragga Sig. Ég gleymdi henni áðan. Ég fékk leyfi frá honum áðan að segja þessa sögu,“ sagði Albert.

,,Hann var svona ‘ahh’ en ég gaf honum lítið svigrúm til að bakka, að ég myndi ekki gera það ef hann vildi það ekki. Hann sagði bara ókei.“

,,Þetta er ekkert sérstakt fyrir mig heldur. Þegar við vorum í Fylki vorum við bestu vinir og allt það en við höfum ruglað svolítið í hvor öðrum í gegnum tíðina.“

,,Hann náði mér töluvert. Það var einu sinni leikmannakynning hjá Fylki og á þessum tíma kallaði hann sig ‘Mr. Brown.’ Það var eitthvað, ég veit það ekki.“

,,Það var kynning og þú átti að skrifa nafnið þitt og gælunafnið og svo ertu kallaður upp. Ég strikaði yfir Mr. Brown og breytti því í Mr. Clown.“

,,Svo var hann kallaður trúðurinn og hann vissi að þetta væri ég og var pirraður út í mig og ákvað að hefna sín.“

Ragnar tók ekki vel í þetta grín hjá Alberti og var hefndarplan hans nokkrum gírum of gróft.

Ragnar tók upp á því að kúka í Subway glas og faldi það í herbergi Alberts. Hann komst ekki að því fyrr en vikum seinna.

,,Ég var að leigja með þremur vinum mínum í Grafarholti á þessum tíma og hann var í heimsókn. Svo fer hann og næstu daga þá allir sem koma inn í herbergið mitt segja: ‘Djöfull er vond lykt hérna inni hjá þér.’

,,Ég var bara ‘já ókei.’ Svo liðu dagarnir og sama hvað ég gerði, hvað ég setti mikið af ilmspreyi, lyktin bara versnaði og versnaði.“

,,Félagar mínir komu að mér og spurðu hvað væri að mér, að ég þyrfti að leita til læknis. Ég hélt að ég væri að skíta á mig í svefni eða eitthvað.“

,,Ég gerði allt og svo í lok vikunnar erum ég og Raggi að fara niður í Fylkisheimili og ég segi við Ragga að það sé eitthvað að mér að ég sé að svitna skítalykt á nóttinni. Ég var farinn að halda að ég væri eitthvað ógeð.“

,,Raggi sagði mér að hringja í Daða sem var að leigja með mér. Ég hringi í hann. Ég átti að segja honum að fara inn í herbergið og fara undir rúmið.“

,,Ég spurði hann hvað hann sæi og hann svarar að hann sjái Subway glas. Ég sagði honum að taka það upp og svo heyrði ég í símanum bara ‘ooooojjj’. Þá skeit helvítið í Subway glas og faldi það undir rúminu. Ég svaf í þessu í einhverjar vikur. Ég held að ég hafi baðað mig svona 15 sinnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar