fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |
433Sport

Mikael sendi Haraldi sjóðheita pillu: ,,Skelfilegur og er 30 kílóum of þungur – hvað er að gerast þarna?“

Victor Pálsson
Mánudaginn 17. júní 2019 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, sparkspekingur, lét markvörðinn Harald Björnsson heyra það í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

Mikael sá leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla um helgina en Haraldur lék þar í marki Stjörnunnar.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Mikael var langt frá því að vera hrifinn af frammistöðu markmannsins.

Hjörvar Hafliðason, umsjónarmaður þáttarins, spurði þá Kristján Óla Sigurðsson og Mikael hvort Stjarnan þyrfti á nýjum markverði að halda og þá fór allt á fullt.

,,Ertu að grínast eða? Þetta er þannig, þið voruð að tala um þetta um daginn. Stjáni er kannski búinn að sjá aðeins meira en ég með Stjörnunni og sýndi mér einhverjar myndir og eitthvað. Það hafa alveg komið myndir af mér þar sem ég er búttaður en ég er helköttaður eins og þið sjáið,“ sagði Mikael.

,,Myndir segja ekki allt. Þarna fór ég bara live til að skoða þetta. Gæinn er 30 kílóum of þungur. Hann er í tómu rugli. Ef FH hefði getað eitthvað í þessum leik þá hefðu þeir skorað 7 eða 8 mörk. Þeir fengu 3-4 mjög góð færi en það var ekki hann sem var að verja þau.“

,,Hvað er að gerast þarna? Gæinn er skelfilegur í markinu. Þetta er flottur markmaður í formi en hann er svona 30 kílóum of feitur. Stjáni er í betra standi en hann. Ég skal lofa ykkur því að þegar klukkan slær 12:01 þann 1. júlí þá fer Rúnar í símann til að ná sér í markmann.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Ronaldo hitti manninn sem kom ferlinum af stað – Tilfinningarík stund

Sjáðu myndirnar: Ronaldo hitti manninn sem kom ferlinum af stað – Tilfinningarík stund
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór: Nú vonumst við eftir kraftaverki

Gylfi Þór: Nú vonumst við eftir kraftaverki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hamren súr á svip: ,,Frakkar gerðu ekki það sem þeir þurftu að gera“

Hamren súr á svip: ,,Frakkar gerðu ekki það sem þeir þurftu að gera“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þjóðin eftir leik: Sjáðu dómarann öskra á Arnór – Fær bara myndir af eyjum

Þjóðin eftir leik: Sjáðu dómarann öskra á Arnór – Fær bara myndir af eyjum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja: ,,Nafn sem klikkar aldrei“

Það sem þjóðin hafði að segja: ,,Nafn sem klikkar aldrei“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikur Englands stöðvaður vegna rasisma – Gæti verið flautaður af

Leikur Englands stöðvaður vegna rasisma – Gæti verið flautaður af