fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |
433Sport

Plús og mínus: Er blaðran sprungin?

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. júní 2019 17:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR vann frábæran sigur í Pepsi Max-deild karla er liðið spilaði við ÍA á Akranesvelli í 8. umferð sumarsins.

Sigur KR var aldrei í hættu á Akranesi í kvöld og höfðu þeir svarthvítu betur sannfærandi, 3-1.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

KR-ingar voru frábærir í leiknum í dag. Leikskipulagið gekk alveg upp og var aginn til fyrirmyndar.

Þeir svarthvítu voru ekkert að flýta sér og voru með öll tök á leiknum nánast allar 90 mínúturnar. Eftir að hafa komist í 2-0 var sigurinn aldrei í hættu.

Finnur Tómas Pálmason er fæddur árið 2001 og er orðinn hlekkur í þessu KR liði. Gríðarlega skemmtilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér.

Það áttu allir KR-ingar bara góðan dag á Akranesi. Liðið hefur unnið fjóra leiki í röð og er á toppi deildarinnar.

Jafnvel þegar staðan var 2-0 þá voru yfirburðir KR-inga miklir og þá sérstaklega undir lokin.

Mínus:

Það var eins og ÍA væri aldrei að reyna að komast aftur í leikinn. Um leið og þeir fengu boltann var oft spilað til baka og engin áfefð í spilamennskunni fyrr en of seint.

Tobias Thomsen fékk tvö dauðafæri í þessum leik en klikkaði á þeim báðum. Það seinna var ótrúlegt en hann fékk boltann beint fyrir framan mark ÍA en skaut framhjá. Sem betur fer fyrir hann þá tókst honum að skora að lokum.

Það vantaði svo mikið hjá ÍA í dag. Það var eins og leikmenn liðsins hefðu engin svör við KR-ingum. Er blaðran sprungin?

ÍA hefur nú tapað þremur leikjum í röð og spilamennskan í dag var líklega sú versta í allt sumar.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Ronaldo hitti manninn sem kom ferlinum af stað – Tilfinningarík stund

Sjáðu myndirnar: Ronaldo hitti manninn sem kom ferlinum af stað – Tilfinningarík stund
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór: Nú vonumst við eftir kraftaverki

Gylfi Þór: Nú vonumst við eftir kraftaverki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hamren súr á svip: ,,Frakkar gerðu ekki það sem þeir þurftu að gera“

Hamren súr á svip: ,,Frakkar gerðu ekki það sem þeir þurftu að gera“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þjóðin eftir leik: Sjáðu dómarann öskra á Arnór – Fær bara myndir af eyjum

Þjóðin eftir leik: Sjáðu dómarann öskra á Arnór – Fær bara myndir af eyjum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja: ,,Nafn sem klikkar aldrei“

Það sem þjóðin hafði að segja: ,,Nafn sem klikkar aldrei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikur Englands stöðvaður vegna rasisma – Gæti verið flautaður af

Leikur Englands stöðvaður vegna rasisma – Gæti verið flautaður af