fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
433Sport

Aron hefur aldrei upplifað eins mikinn sársauka: ,,Það var hell sko“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. júní 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var gestur í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn í gær.

Aron Einar er staddur hér á landi þessa stundina en hann tók þátt í landsliðsverkefni með Íslandi á dögunum.

Eins og flestir vita þá er Aron með mörg húðflúr á líkamanum en hann hefur unnið í því listaverki í mörg ár.

Aron er til að mynda með íslenska skjaldamerkið á bakinu en það var alls ekki þægileg upplifun að láta húðflúra það á sig.

Aron talar um versta sársauka sem hann hefur upplifað og hefur tekið sér smá pásu frá nálinni.

,,Ég veit það ekki. Ég á eftir eitthvað. Mér finnst ég ekki vera alveg búinn,“ sagði Aron um hvort hann ætli að fá sér fleiri húðflúr.

,,Ég tók svolítið á bakið á mér. Það var svolítið vont! Ég er með skjaldamerkið á bakinu og það tók svolítið á og ég hef tekið mér smá pásu.“

,,Planið er samt að gera eitthvað varðandi strákana mína og það er bara í bígerð. Það kemur að því að ég fái mér eitthvað varðandi þá.“

,,Bakið á mér gerði Gunnar V. Hann kom til Cardiff, hann kom þrisvar ef ekki fjórum sinnum. Við vorum þarna í fjóra tíma á dag, tvo daga í senn. Það var hell sko.“

,,Hann fór niður hryggsúluna með rauða litinn og ég hef aldrei lent í öðru eins. Bakið var by a mile versti sársauki sem ég hef fundið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Ný treyja Englandsmeistarana fær mikla gagnrýni

Sjáðu myndina: Ný treyja Englandsmeistarana fær mikla gagnrýni
433Sport
Í gær

Barcelona skuldar ótrúlega upphæð: Hvernig hafa þeir efni á honum?

Barcelona skuldar ótrúlega upphæð: Hvernig hafa þeir efni á honum?
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndirnar: Komst inn á völlinn og lét stjórann heyra það – Svona brást hann við

Sjáðu myndirnar: Komst inn á völlinn og lét stjórann heyra það – Svona brást hann við
433Sport
Fyrir 3 dögum

Gary Martin bálreiður á Twitter og svaraði Lucas: ,,Ættir að gefast upp á að fylgjast með fótbolta“

Gary Martin bálreiður á Twitter og svaraði Lucas: ,,Ættir að gefast upp á að fylgjast með fótbolta“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Dóttir hennar var yfir sig ásftangin og sætti sig við það ótrúlega: ,,Ég dó næstum þegar þau sögðu mér frá þessu“

Dóttir hennar var yfir sig ásftangin og sætti sig við það ótrúlega: ,,Ég dó næstum þegar þau sögðu mér frá þessu“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Albert fór illa með mömmu sína: Fékk gríðarlega pirrandi símtal – ,,Hún kenndi mér alltaf um“

Albert fór illa með mömmu sína: Fékk gríðarlega pirrandi símtal – ,,Hún kenndi mér alltaf um“