fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |
433Sport

Plús og mínus: Auðvelt að vera reiður út í Ívar

Victor Pálsson
Föstudaginn 14. júní 2019 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frábær leikur fór fram í Hafnarfirði í kvöld er lið FH og Stjörnunnar áttust við í Pepsi Max-deild karla.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en þau komu öll í seinni hálfleik. Stjarnan komst í 2-0 áður en heimamenn jöfnuðu á aðeins tveimur mínútum.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Leikurinn var gríðarlega skemmtilegur í seinni hálfleik. Fjögur mörk og brjálað fjör – geggjuð sumarskemmtun.

Hilmar Árni Halldórsson er að komast í gang og það er frábært fyrir Stjörnuna. Tvö mörk í kvöld og eitt úr víti.

FH lenti 2-0 undir en þeir svöruðu því virkilega vel. Tvö mörk á tveimur mínútum og staðan allt í einu orðin 2-2.

Brandur Olsen er frábær spyrnumaður og hornspyrnur hans björguðu kvöldinu fyrir FH. Bæði mörk liðsins komu eftir horn.

Það er auðvelt að vera reiður út í Ívar Orra dómara. Aðeins þrjár mínútur í uppbótartíma sem voru vonbrigði. Leikurinn átti skilið sigurmark, frábærar lokamínútur.

Mínus:

Þvílíkur klaufaskapur í Stjörnunni að tapa þessu niður á tveimur mínútum og hvað þá með að fá á sig tvö mörk eftir hornspyrnu.

Bæði mörkin voru klaufaleg. Það fyrra skoraði Guðmundur Steinn Hafsteinsson er hann skallaði boltann einfaldlega í eigið net. Það var virkilega furðulegt.

Þrír leikmenn meiddust í fyrri hálfleik sem er ansi spes. Hjörtur Logi Valgarðsson fór af velli hjá FH og þeir Guðjón Baldvinsson og Eyjólfur Héðinsson hjá Stjörnunni sem var áfall.

Það var svo mikið pláss fyrir bæði lið til að sækja og spila boltanum. Eins og oft áður þá vantar meiri yfirvegun í leikmenn, þeir mega alveg halda boltanum aðeins.

Steven Lennon fékk DAUÐAFÆRI í uppbótartíma. Hitti ekki boltann þegar hann var einn gegn Haraldi í markinu.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Hvað er fyrirliði Arsenal að gefa í skyn? – Sjáðu hvað hann gerði

Hvað er fyrirliði Arsenal að gefa í skyn? – Sjáðu hvað hann gerði
433Sport
Í gær

Segir að stjarna United sé orðin mun sterkari: Sjáðu samanburðinn – Er munur á honum?

Segir að stjarna United sé orðin mun sterkari: Sjáðu samanburðinn – Er munur á honum?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sterkasti leikmaður tölvuleiksins FIFA gæti spilað í úrvalsdeildinni

Sterkasti leikmaður tölvuleiksins FIFA gæti spilað í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Zidane yfirgaf æfingabúðir Real Madrid

Zidane yfirgaf æfingabúðir Real Madrid
433Sport
Fyrir 3 dögum

Reyndi að fiska spjald á fáránlegan hátt: Sjáðu hvað hann gerði við Zaha

Reyndi að fiska spjald á fáránlegan hátt: Sjáðu hvað hann gerði við Zaha
433Sport
Fyrir 3 dögum

Birti Instagram færslu um brjóst kærustu sinnar: Fékk að heyra það fyrir framan alla – Sjáðu myndina

Birti Instagram færslu um brjóst kærustu sinnar: Fékk að heyra það fyrir framan alla – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 3 dögum

Verður ekki kynntur eins og aðrir leikmenn: Óttast það versta

Verður ekki kynntur eins og aðrir leikmenn: Óttast það versta
433Sport
Fyrir 3 dögum

Er þetta nóg til að stöðva rasisma? – Ný regla fær góð viðbrögð

Er þetta nóg til að stöðva rasisma? – Ný regla fær góð viðbrögð