Laugardagur 22.febrúar 2020
433Sport

Dóttir Erik Hamren telur sig vera á Mallorca en ekki í Reykjavík

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur í gær er við spiluðum við Tyrki í undankeppni EM. Ísland þurfti í raun á sigri að halda í leik gærkvöldsins til að minnka bilið í baráttunni um efstu tvö sæti riðilsins. Ísland mætti sterkt til leiks á Laugardalsvelli og var staðan fljótt orðin 2-0 fyrir strákunum.

Ragnar Sigurðsson gerði bæði mörk Íslands eftir fast leikatriði með stuttu millibili og staðan 2-0 í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins minnkuðu Tyrkir svo muninn með skalla eftir hornspyrnu og staðan í leikhléi 2-1.

Það var rólegra yfir leiknum í seinni hálfleik þar sem engin mörk voru skoruð og lokatölur 2-1 fyrir okkar mönnum. Ísland er nú með jafn mörg stig og Frakkar og Tyrkir en með verri markatölu í þriðja sæti riðilsins

Sigurinn var mikilvægur fyrir Erik Hamren, þjálfara liðsins. Hann er að vinna þjóðina á sitt band. „Ég hef verið hérna í þrjár og hálfa viku og unnið að undirbúningnum á hótelinu,“ sagði Hamrén en Vísir.is hefur þetta eftir honum.

„Það hefur verið sólskin á hverjum degi!“

Fjölskylda Hamrén kom til landsins fyrir síðustu helgi og dóttir hans hefur gaman. „Dóttir mín er hér með konuni. Hún heldur að þetta sé Mallorca.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er Luke Shaw loks að springa út á sínu sjötta tímabili?

Er Luke Shaw loks að springa út á sínu sjötta tímabili?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

18 ára Andri í hóp í annað sinn

18 ára Andri í hóp í annað sinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guðni krefur Dag um peninga: Veðurspá kostar milljón og steinull fjórar milljónir

Guðni krefur Dag um peninga: Veðurspá kostar milljón og steinull fjórar milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Persie lofsyngur nýju stjörnu United

Van Persie lofsyngur nýju stjörnu United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær vælir: Ósáttur með boltann sem notaður er

Solskjær vælir: Ósáttur með boltann sem notaður er
433Sport
Í gær

Annar markmaðurinn til að leggja upp gegn Manchester United – Spiluðu báðir fyrir Liverpool

Annar markmaðurinn til að leggja upp gegn Manchester United – Spiluðu báðir fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Úrslitin í Evrópudeildinni: Jafntefli hjá Manchester United – Raggi spilaði gegn Celtic

Úrslitin í Evrópudeildinni: Jafntefli hjá Manchester United – Raggi spilaði gegn Celtic