fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
433Sport

Einkunnir úr frábærum sigri Íslands á Tyrkjum: Ragnar Sigurðsson fær 10

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld er við spiluðum við Tyrki í undankeppni EM.

Ísland þurfti í raun á sigri að halda í leik kvöldsins til að minnka bilið í baráttunni um efstu tvö sæti riðilsins. Ísland mætti sterkt til leiks á Laugardalsvelli og var staðan fljótt orðin 2-0 fyrir strákunum.

Ragnar Sigurðsson gerði bæði mörk Íslands eftir fast leikatriði með stuttu millibili og staðan 2-0 í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins minnkuðu Tyrkir svo muninn með skalla eftir hornspyrnu og staðan í leikhléi 2-1.

Það var rólegra yfir leiknum í seinni hálfleik þar sem engin mörk voru skoruð og lokatölur 2-1 fyrir okkar mönnum. Ísland er nú með jafn mörg stig og Frakkar og Tyrkir en með verri markatölu í þriðja sæti riðilsins

Einnkunnir eru hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 7
Sumir hefðu viljað sjá mann á fjærstöng í marki Tyrkja, þess utan þurfti Hannes lítið að gera en gerði það vel.

Hjörtur Hermansson 9
Staða hægri bakvarðar virðist ætla að vera í eigu Hjartar næstu árin, ef hann spilar svona þá getur hann bókað það.

Ragnar Sigurðsson 10 – Maður leiksins
Geggjuð tvö mörk, lúrði á fjær og kláraði vel. Stóð svo vaktina í hjarta varnarinnar fullkomlega. Frammistaða upp á 10.

Kári Árnason 8
Það má ekki gerast að Kári Árnason komi heim í Pepsi Max-deildina, eitt tímabil í viðbót úti til að halda sér í besta forminu ef liðið kemst á EM 2020.

Ari Freyr Skúlason (´69) 7
Mjög góð frammistaða Ara í dag, gerði alla varnarvinnuna rétt.

Aron Einar Gunnarsson 8
Fyrirliði þjóðar skildi allt eftir á vellinum í dag, tryggði gott jafnvægi innan liðsins.

Emil Hallfreðsson 8< /strong>
Kom mjög öflugur inn á miðsvæðið, færði ró yfir leik liðsins, bæði varnar og sóknarlega.

Jóhann Berg Guðmundsson (´79) 9
Þyngdin í fyrirgjöf Jóa í fyrra marki Ragnar var frábær, var mjög góður í fyrri hálfleik. Skapaði mikinn usla og hélt því áfram í seinni hálfleik.

Gylfi Þór Sigurðsson 9
Orð eru yfirleitt óþörf til að lýsa snilli Gylfa með landsliðinu, gjörsamlega magnaður drengur. Bestur í fótbolta í liðinu en líka sá maður sem leggur mest á sig, svo liðinu vegni vel.

Birkir Bjarnason 9
Besti landsleikur Birkis í tæp tvö ár, var alltaf hætulegur og hjál

Jón Daði Böðvarsson (64) 9
Gjörsamlega magnaður í þessum leik, hann gerði alla í kringum sig betri og var frábær sjálfur. Ekta Jóns Daða frammistaða.

Varamenn:

Kolbeinn Sigþórsson (´64) 7
Kom inn með fínan kraft en Ísland var minna að sækja eftir að Kolbeinn kom við sögu.

Hörður Björgvin Magnússn (´69) 6
Var pínu „shaky“ eftir að hann kom inn, Tyrkir herjuðu á hann og Hörður var í smá basli. Vann sig betur inn síðustu tíu mínúturnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra