fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
433Sport

Theodór Elmar um burstamálið og leitina: ,,Þeir áttu að vita að þetta væru landsliðsmenn“ – ,,Við virðum Tyrki“

Victor Pálsson
Mánudaginn 10. júní 2019 20:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður, hefur tjáð sig um ‘burstamálið’ sem kom upp á Keflavíkurflugvelli í gær.

Tyrknenska karlalandsliðið er mætt til landsins en liðið spilar við Ísland í undankeppni EM á morgun.

Tyrkir vilja meina að þeir hafi orðið fyrir hálfgerðu áreiti á flugvellinum þar sem mikil og ítarleg leit fór fram eftir lendingu.

,,Ég veit ekki af hverju en samkvæmt sögusögnum þá er Konya ekki alþjóðaflugvöllur og þessi leit var nauðsynleg,“ sagði Elmar við tyrknenska miðla.

,,Ég trúi því hins vegar ekki. Þeir áttu að vita það að þetta hafi verið leikmenn tyrknenska landsliðsins.“

,,Þetta atvik tengist reglum flugvallarins, Íslendingar myndu ekki sætta sig við öðruvísi meðferð vegna knattspyrnuleiks. Það væri ekki sanngjarnt og ekki ásættanlegt.“

Síðar talaði Emre Belözoglu, fyrirliði Tyrklands, við blaðamenn er maður með þvottabursta blandaði sér í málið og veifaði honum fyrir framan miðjumanninn.

Tyrkir eru bálreiðir eftir þessa hegðun mannsins sem ber nafnið Corentin Siamang og er frá Belgíu.

,,Margir segja að burstamaðurinn sé túristi en ef hann er Íslendingur þá talar hann svo sannarlega ekki fyrir hönd Íslands, enginn styður þetta. Þetta var mikil óvirðing.“

,,Ég tel að Íslendingar virði Tyrki og þeirra landslið mjög mikið. Ég vona að leikurinn verði skemmtilegur og að þeir haldi áfram að spila góðan bolta eins og undanfarið. Ég elska landið ykkar og tyrkenska fólkið mjög mikið.“

Elmar þekkir bæði lönd mjög vel en hann hefur undanfarin ár leikið við góðan orðstír í einmitt Tyrklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Biðst afsökunar: Sagðist hafa tognað við að dúndra mömmu hans

Biðst afsökunar: Sagðist hafa tognað við að dúndra mömmu hans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pukki æðið nær hæstu hæðum: Forseti Frakklands fékk treyju hans í gjöf

Pukki æðið nær hæstu hæðum: Forseti Frakklands fékk treyju hans í gjöf
433Sport
Í gær

PSG fór illa með Real Madrid – Endurkoma Atletico gegn Juventus

PSG fór illa með Real Madrid – Endurkoma Atletico gegn Juventus
433Sport
Í gær

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“
433Sport
Í gær

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun
433Sport
Í gær

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“