fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Sorgarsaga Kolbeins: ,,Ég hef oft hugsað um að hætta“

Victor Pálsson
Mánudaginn 10. júní 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Kolbeinn Sigþórsson sem er einn allra besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, þá sérstaklega þegar hann hefur klæðst treyju landsliðsins.

Kolbeinn hefur eins og flestir vita verið að glíma við erfið meiðsli síðustu ár og hefur spilað lítið af knattspyrnu.

Framherjinn spilaði síðast stórt hlutverk árið 2016 er Ísland spilaði í lokakeppni EM og var Kolbeinn þar frábær.

Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning Kolbeins sem hefur þurft að fara í nokkrar aðgerðir vegna meiðsla.

Hann viðurkennir það að hann hafi hugsað út í það að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 29 ára gamall.

,,Ég hef oft hugsað um það. Það er búið að segja við mig stundum að ég sé bara búinn. Farðu og pældu í því hvað er best að gera,“ sagði Kolbeinn.

,,Auðvitað hef ég pælt í því. Ég var svo lengi frá en svo gerðist ekki neitt. Það var samt aldrei viljinn eða að mig langi til að hætta.“

,,Mér fannst ég alltaf eiga þetta spil inni að fara í aðra aðgerð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum