fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
433Sport

Sigmundur Davíð með ítarlega greiningu á stóra þvottabursta málinu: Klopp, Landmannalaugar og morðhótanir

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. júní 2019 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að finna manninn sem veifaði þvottabursta í landslið Tyrkland er það kom til Íslands í gær. Sá er frá Belgíu en ekki Íslandi.

Íslenska karlalandsliðið mætir Tyrklandi í undankeppni EM, á Laugardalsvelli á morgun. Lið Tyrklands kom til landsins í gær, eftir það hefur allt soðið upp úr. Emre Belözoglu, reyndur leikmaður Tyrklands var að svara fréttamönnum, þegar „íslenskur“ maður mætti með þvottabursta og fór að spyrja Emre.

Tyrkir líta á þetta sem mikla niðurlægingu, þeir héldu lengi vel að þetta væri íslenskur fréttamaður. Svo er ekki, og ekki er vita hvort þessi maður sé í raun frá Íslandi. Þetta hefur farið mjög illa í marga Tyrki, fjöldi fréttamanna á Íslandi hafa fengið ljót skilaboð. Magnús Már Einarsson á Fótbolta.net og Benedikt Grétarsson, lentu illa í því. Þeir fengu þúsundir skilaboða í gærkvöldi. Fjöldi Íslendinga hafa fengið skilaboð eins og fyrr segir, mörg af þeim skilaboðum innihalda hótanir um ofbeldi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokssins skrifar ítarlegan pistil um málið á Facebook síðu sína. ,,Ég hef fulla samúð með tyrknesku landsliðsmönnunum vegna biðarinnar á Kaflavíkurflugvelli. Flugvallabið er ekki skemmtileg þótt eflaust hafi þetta allt verið í samræmi við reglur og Íslendingar lendi í þessu ekki síður en aðrir,“ segir Sigmundur í upphafi.

Sigmundur skilur ekki af hverju fólk þarf alltaf að mógðast. ,,Því hefur verið haldið fram að slík móðgunargirni sé á einhvern hátt einkennandi fyrir Tyrki. Hvað sem því líður eru þessi viðbrögð miklu frekar einkennandi fyrir móðgunarmenninguna sem hefur heltekið Vesturlönd og aðrar þjóðir á undanförnum árum.“

Pistill Sigmundar í heild:
Hvað myndi Klopp gera?

Ég hef fulla samúð með tyrknesku landsliðsmönnunum vegna biðarinnar á Kaflavíkurflugvelli. Flugvallabið er ekki skemmtileg þótt eflaust hafi þetta allt verið í samræmi við reglur og Íslendingar lendi í þessu ekki síður en aðrir.

Þvottaburstaatvikið er hins vegar áhugaverðara því það varð að lýsandi dæmi um hvernig atburðarás getur farið úr böndunum nú til dags. Nú þegar ótrúlega margir eru í stöðugri leit að tækifærum til að móðgast. Hver og einn í viðbragðsstöðu að móðgast fyrir hönd hinna ýmsu hópa (hvort sem viðkomandi telur sig tilheyra hópnum eða ekki) og jafnvel fyrir hönd heilu þjóðanna.

Samfélagsmiðlar veita hinum sömu einstakt tækifæri til að sinna þessari tómstundaiðju í samfélagi við herskara fólks sem deilir sama áhugamáli.

Þrátt fyrir að allt sæist skýrt á myndbandinu úr Leifsstöð var uppþvottaburstinn allt í einu orðinn salernisbursti og búið að túlka hvað burstamanninum hefði gengið til, hvað hann hefði verið að hugsa og hver hann væri.

Ýmsir viðkunnanlegir og alsaklausir íslenskir íþróttafréttamenn fengu fyrir vikið yfir sig skæðadrífur á samfélagsmiðlum.

Því hefur verið haldið fram að slík móðgunargirni sé á einhvern hátt einkennandi fyrir Tyrki. Hvað sem því líður eru þessi viðbrögð miklu frekar einkennandi fyrir móðgunarmenninguna sem hefur heltekið Vesturlönd og aðrar þjóðir á undanförnum árum.

Nýjustu fréttir benda til að maðurinn með uppþvottaburstann hafi verið belgískur ferðamaður. Hvað Belgi var að gera með þvottabursta í Leifsstöð er hins vegar enn óleyst ráðgáta.

E.t.v. keypti hann burstann til að þvo plastdiskana og Primus-pönnuna sína í næsta læk við tjaldið sem hann setti alltaf upp rétt við þjóðveginn eða í vöskunum sem notaðir eru sem fótabað í Landmannalaugum.

Hann hefur líklega verið að létta á bakpokanum sínum fyrir brottför og hugleiða hvort hann ætti að bera heim burstann sem hann borgaði ígildi meira en 10 evra fyrir eða henda honum.

Þar sem hann hélt á burstanum og velti vöngum kom ókunnugur maður gangandi umkringdur fréttamönnum sem ráku upp í hann hljóðnema.
Allt í einu sá Belginn verðugt tækifæri til að nota tíu evru þvottaburstann sinn í síðasta sikipti.

Þetta er bara tilgáta og auðvitað var atferlið óviðeigandi og hugsanlega dálítið barnalegt en samt var þetta alveg þokkalegur fimm aura brandari í samhengi hlutanna. Ekkert meira en það og gefur varla tilefni til morðhótana.

Þegar svona lagað kemur upp er ágætt að spyrja sig spurningarinnar „hvað myndi Klopp gera?”.

Ef Jürgen Klopp lenti í fyrirsáti sjónvarpsmanna eftir þreytandi bið á flugvelli og í hópnum væri maður sem reyndi að taka viðtal við hann með þvottabursta ímynda ég mér að Klopp myndi fyrst og fremst einbeita sér að því að tala í þvottaburstann, hrósa viðkomandi fyrir tækjabúnaðinn og vera skemmtilegur að vanda.

Það væri gott ef fleiri myndu „taka Klopp á hlutina”.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
París heillar Pogba

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega
433Sport
Í gær

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid
433Sport
Í gær

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“
433Sport
Í gær

Standa saman eftir andlát George Floyd: „Ég er nokkuð viss um að apar eru gáfaðri en rasistar“

Standa saman eftir andlát George Floyd: „Ég er nokkuð viss um að apar eru gáfaðri en rasistar“
433Sport
Í gær

Ótrúlegt ævintýri hófst á Akranesi árið 1955 og er enn að gefa af sér afreksfólk

Ótrúlegt ævintýri hófst á Akranesi árið 1955 og er enn að gefa af sér afreksfólk
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt tíðindi – Dion snýr aftur í Laugardalinn

Óvænt tíðindi – Dion snýr aftur í Laugardalinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Klopp byrjaður að undirbúa næstu leiktíð

Klopp byrjaður að undirbúa næstu leiktíð