fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
433Sport

Arnar vill fá að vita ef hann er í ruglinu: ,,Kalliði mig hálfvita frekar en að segja ekki neitt“

433
Miðvikudaginn 8. maí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Þór Viðarsson sem átti magnaðan feril sem atvinnumaður, hann var elskaður og dáður hjá þeim félögum sem hann lék fyrir.

Arnar hefur búið erlendis í 22 ár en er mættur aftur heim. Hann er nú þjálfari U21 árs landsliðsins og var í vikunni ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.

Arnar ræddi að sjálfsögðu nýja starfið sem hann hefur tekið að sér, sem yfirmaður knattspyrnumála KSÍ.

Það starf hefur lengi verið í umræðunni en það eru ekki allir klárir á því hvað fylgir þeim titli.

Arnar segir að það séu mikilvæg verkefni framundan og horfir þá sérstaklega lengra til framtíðar.

,,Það starf, yfirmaður knattspyrnumála, þá erum við alltaf að tala um stráka og stelpur,“ sagði Arnar.

,,Þegar ég tala um leikmenn er ég að tala um stráka og stelpur. 21 árs starfið eru bara strákar.“

,,Stelpu megin, þær eru komnar miklu lengra en stráka megin í svona pælingum. Öllum mælingum og testum og svona.“

,,Það hefur verið tekið test hjá yngri landsliðum kvenna í mörg ár en ekki stráka megin.“

,,Þetta eru svona hlutir hjá KSÍ sem ég þarf að skoða. Þetta eru hlutirnir sem gætu orðið til þess að við getum skilað af okkur aðeins betri leikmönnum.“

,,Fótboltinn hefur breyst svo mikið, öll næring, hugarfarsþjálfun, gps data, vídjó greining, þetta er allt orðið mjög mikilvægt úti í Evrópu.“

,,Við þurfum að spýta í lófana, bæði hjá klúbbunum og sérstaklega hjá KSÍ. Við byrjum á þessu.“

,,Við þurfum að sjá til þess að leikmennirnir okkar, að við séum með eitthvað viðmið. Það er ekki nóg að segja að hann sé rosalega fljótur, hversu fljótur er hann?“

,,Við þyrftum að geta borið það saman, það á eftir að taka tíma að taka test á ákveðna aldurshópa, landsliðskrakkana og búa til gagnagrunn svo við getum sagt eftir fimm eða tíu ár, þá er einhver drengur eða stelpa sem fara upp í A liðin og svo tíu árum seinna er einhver líka að koma inn og þá getum við borið það saman.“

,,Hversu fljót var hún þegar hún var á þessum aldri? Til dæmis. Þetta er risastórt starf. Við þurfum að búa til einhverja stefnu, ekki bara í þessu heldur líka í leikskipulagi. Hvernig viljum við spila? Nú ákveða þjálfararnir það bara, allt sem þjálfararnir gera, þeir halda því hjá sér og svo þegar þeir fara þá er öll sú þekking bara farin.“

Arnar segir enn fremur að þetta sé starf sem þurfi að vinna í sameiningu. Að hann sé ekki einn í liði og að allir geti rétt fram hjálparhönd.

,,Ég er að ganga inn í starf hjá sambandinu. Mín reynsla er algjörlega út frá klúbb og atvinnumannaklúbb.“

,,Ég á eftir að læra fullt um íslenska menningu, ég hef ekki verið hér í mörg ár. Í guðanna bænum látiði mig vita ef ég er í einhverju rugli.“

,,Ég vil mikið frekar að það sé sagt við mig að ég sé hálfviti frekar en að þið segið ekki neitt við mig.“

,,Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera í sameiningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rúnar sjötti Íslendingurinn sem fær tækifærið í Norður-Lundúnum – Bræður fóru saman fyrir 24 árum

Rúnar sjötti Íslendingurinn sem fær tækifærið í Norður-Lundúnum – Bræður fóru saman fyrir 24 árum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Bergmann á skotskónum fyrir Lilleström – Böðvar með sigur í Póllandi

Björn Bergmann á skotskónum fyrir Lilleström – Böðvar með sigur í Póllandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rúnar Alex um skrefið inn á stærsta sviðið: „Stór dagur fyrir mig og fjölskyldu mína.“

Rúnar Alex um skrefið inn á stærsta sviðið: „Stór dagur fyrir mig og fjölskyldu mína.“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United nálgast kaup á Telles

United nálgast kaup á Telles
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar Alex orðinn leikmaður Arsenal

Rúnar Alex orðinn leikmaður Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmenn Tottenham urðu steinhissa – Er þetta tölfræðin sem Mourinho horfir í?

Leikmenn Tottenham urðu steinhissa – Er þetta tölfræðin sem Mourinho horfir í?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Solskjær ætlar ekki að kaupa miðvörð þrátt fyrir martraðar leik Lindelöf

Solskjær ætlar ekki að kaupa miðvörð þrátt fyrir martraðar leik Lindelöf
433Sport
Í gær

Lengjudeild kvenna: Haukar fóru létt með botnliðið

Lengjudeild kvenna: Haukar fóru létt með botnliðið
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Tökumaðurinn á Seltjarnarnesi varð brjálaður – „HVAÐ ERTU AÐ PÆLA MAÐUR?“

Sjáðu myndbandið – Tökumaðurinn á Seltjarnarnesi varð brjálaður – „HVAÐ ERTU AÐ PÆLA MAÐUR?“