fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
433Sport

Skúli rifjar upp þegar hann hitti Bjarna fyrst: Drullaði yfir alla og var með stæla – „Er ég að nenna þessu?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. maí 2019 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Jón Friðgeirsson er gestur í nýjum hlaðvarpsþætti sem heitir Draumaliðið, þættinum stýrir Jóhann Skúli Jónsson. Þar ætlar hann sér að fá gesti til að velja draumaliðið af ferli sínum.

Skúli er harður KR-ingur og hefur alla tíð á Íslandi, spilað fyrir KR. Hann valdi draumalið sitt af ferlinum og í liðinu var Bjarni Guðjónsson, sem er í dag aðstoðarþjálfari KR.

,,Hann er gaur sem krefst alltaf 100 prósent frá mönnum í kringum sig,“ sagði Skúli um Bjarna.

Skúli rifjaði það upp þegar hann hitti Bjarna fyrst, þá var Bjarni atvinnumaður í fótbolta, en fékk að æfa með KR um smumarið.

,,Hann kom nokkrum sinnum þegar hann var atvinnumaður. Það gengur og gerist að menn koma og fá að æfa, þeir sem eru að koma úr atvinnumennsku eru að sprikla í fríinu, eru að passa sig að meiðast ekki og svona. Eru kurteistir og fínir, Bjarni Guðjónsson mætti. Ég hafði aldrei hitt manninn, hann mætti á æfingu og byrjaði að drulla yfir allt og alla. Ef hann fékk ekki boltann, þá öskraði hann á menn. Hann var með stæla og ég man að ég hugsaði með mér ´Hvað heldur hann að hann sé?´.“

Tveimur árum síðar var Bjarni orðinn leikmaður KR, hann hafði þá róast. Hann lýsir honum sem mögnuðum leikmanni.

,,Svo liðu tvö ár og þá var hann að mæta í KR, þá hugsaði ég ´Er ég að nenna þessu?´. Þá var aðeins loftið farið úr blöðrunni, hann krafðist alltaf 100 prósent af þér en fór betur að þér. Frábær fótboltamaður og skemmtilegur karakter.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Biðst afsökunar: Sagðist hafa tognað við að dúndra mömmu hans

Biðst afsökunar: Sagðist hafa tognað við að dúndra mömmu hans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pukki æðið nær hæstu hæðum: Forseti Frakklands fékk treyju hans í gjöf

Pukki æðið nær hæstu hæðum: Forseti Frakklands fékk treyju hans í gjöf
433Sport
Í gær

PSG fór illa með Real Madrid – Endurkoma Atletico gegn Juventus

PSG fór illa með Real Madrid – Endurkoma Atletico gegn Juventus
433Sport
Í gær

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“
433Sport
Í gær

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun
433Sport
Í gær

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“