fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Júlíus bjargaði lífi ungs drengs á Ham­borg­arafa­brikk­unni: „Hún var al­veg í sjokki, skalf og nötraði“

433
Miðvikudaginn 29. maí 2019 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlí­us Ármann Júlí­us­son, knattspyrnuþjálfari hjá meistaraflokki kvenna í Aftureldingu, bjargaði lífi ungs drengs um helgina. Atvikið átti sér stað á Ham­borg­arafa­brikk­unni á Ak­ur­eyri. Morgunblaðið segir frá.

„Ég veit ekki hvað það var, ég ein­hvern veg­inn bara stökk inn í þetta, tók dreng­inn og náði að gera það sem þurfti að gera,“ seg­ir Júlí­us við Morgunblaðið.

Auk þess að stýra meistaraflokki kvenna er Júlíus einnig með þriðja flokk karla hjá Aftureldingu, hann var staddur á Akureyri með liðið í keppnisferð. Vegna fjölmennis á staðnum, sat Júlíus á endanum á borðinu. „Í næsta bás voru tvær ung­ar kon­ur, móðir og vin­kona henn­ar lík­lega með lít­inn strák, tveggja eða þriggja ára gaml­an. Mér varð einu sinni litið til hans á meðan við vor­um að panta mat­inn.“

Júlíus tók eftir því að ekki var allt með feldu þegar stóð í drengnum. „Ég tek dreng­inn úr hönd­un­um á henni og næ að fara með hægri hönd­ina und­ir bring­una, ein­hvern veg­inn beygi mig niður með hann og slæ létt á milli herðablaðanna. Í fimmta eða sjötta skiptið þá byrj­ar hann að gráta og þá er eins og það hafi hrokkið upp úr hon­um.“

„Hún var al­veg í sjokki, skalf og nötraði og það voru all­ir ein­hvern veg­inn í sjokki. Hún var að sjálf­sögðu gríðarlega þakk­lát og kom ekki upp orði.“

Júlíus hefur verið knattspyrnuþjálfari í 32 ár, þar fer hann á skyndi­hjálp­ar­nám­skeið árlega. „All­ur staður­inn klappaði fyr­ir þessu en það er ekki það sem ég sé í þessu, það var bara gott að ég var á þess­um stað á þess­ari stund. Ég er gríðarlega þakk­lát­ur fyr­ir það að hafa fengið að bjarga lífi þessa unga drengs og verð það alla tíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Í gær

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær