fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
433Sport

Ronaldo að fá stefnuna í hendur: ,,Eftir að hann nauðgaði mér, þá leyfði hann mér ekki að fara“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2019 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kathryn Mayorga er nafn sem fáir höfðu heyrt en hún steig fram í ítarlegu viðtali við Spiegel á síðasta ári og ræddi um nauðgun sem hún sakar Cristiano Ronaldo, einn besta knattspyrnumann allra tíma um.

Mayorga segir að Ronaldo hafi nauðgað sér árið 2009, atvikið á að hafa átt sér stað í Las Vegas. Þar var Ronaldo í sumarfríi með vinum sínum áður en hann samdi við Real Madrid og varð dýrasti knattspyrnumaður í heimi.

Lýsingarnar frá Mayorga eru afar óhugnanlegar en þar fer hún yfir málið í öllum smáatriðum. Hún skrifaði undir bréf þess efnis um að tjá sig aldrei um málið, fyrir það fékk hún talsverðar fjárhæðir. Atvikið á að hafa átt sér stað þann 12. júní árið 2009, Mayorga var 25 ára á þeim tíma og vann við það að lokka gesti inn á skemmtistað. Þar hitti hún Ronaldo, á Rain skemmtistaðnum.

Þau fóru síðan á hótelið þar sem Ronaldo dvaldi og þar á hin meinta nauðgun að hafa átt sér stað. Ronaldo hefur alltaf neitað sök en það eina sem er ljóst er að hann greiddi Mayorga 375 þúsund dollara til að segja ekki orð. Nú þegar hún hefur tjáð sig ber henni að endurgreiða Ronaldo alla þessa upphæð. Mayorga segir að #MeeToo herferðin hafi orðið til þess að henni langað að tala. Hún hafi séð margar sögur og tengt við þær.

Lögmenn Mayorga hafa verið að vinna í málinu síðustu mánuði, þeim hefur lok tekist að finna heimilisfang Ronaldo. Hann mun fá ákæruna í hendurnar á næstu dögum en Ronaldo hefur harðneitað sök. Lögmenn Ronaldo neita að tjá sig um málið, þeir vildu ekki gefa upp heimilisfang hans. Lögmenn Mayorga hafa fundið það og geta nú afhent Ronaldo stefnuna.

Mayorga kveðst hafa farið inn á klósett til að skipta um föt þegar Ronaldo gekk til hennar. Limur hans hafi verið kominn út úr buxunum.

,,Hann grátbað mig í 30 sekúndur að snerta liminn sinn, þegar ég neitaði því. Þá bað hann mig um að totta sig, ég hlóg að honum. Ég hélt að þetta væri grín. Hann sagðist leyfa mér að fara ef ég myndi kyssa hann, ég sagðist kyssa hann en ekki snerta liminn hans. Kossinn gerði hann enn æstari og hann fór að vera mjög ágengur, hann reyndi að snerta mig en ég ýtti honum frá mér og sagði nei.“

Hún segir að vinkona sín hafi komið inn og allt hafi róast, hún hélt að allt væri búið. ,,Hann dróg mig inn í herbergi, ég var ekki hrædd. Ég hélt að honum væri ekki alvara og sagði honum að ekkert myndi gerast.“

,,Ég snéri mér frá honum, hann reif í nærbuxurnar mína. Ég reyndi að fara í burtu og hélt fyrir leggöngin mín. Hann stökk á mig.“

Mayorga heldur því fram að Ronaldo hafi nauðgað sér í endaþarminn, án smokks og ekki notað sleipiefni. ,

,,Eftir að hann nauðgaði mér, þá leyfði hann mér ekki að fara. Hann kallaði mig elskuna sína, hann baðst afsökunar. Hann sagðist vera góður strákur fyrir utan eitt prósent.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dóttir Hemma Hreiðars og Rögnu Lóu með tilboð frá Val

Dóttir Hemma Hreiðars og Rögnu Lóu með tilboð frá Val
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skúli Jón brotnaði niður eftir endurkomuna: „Ég fékk mjög alvarlegan heilahristing“

Skúli Jón brotnaði niður eftir endurkomuna: „Ég fékk mjög alvarlegan heilahristing“
433Sport
Í gær

Fær að heyra það fyrir frekju í kvöld – Heimtaði að fá boltann: ,,Hann ætti ekki að spila aftur“

Fær að heyra það fyrir frekju í kvöld – Heimtaði að fá boltann: ,,Hann ætti ekki að spila aftur“
433Sport
Í gær

Var ekki allt í lagi að baula á Fanndísi? – ,,Ósáttir með að hún hafi valið seðlana frekar en hjartað”

Var ekki allt í lagi að baula á Fanndísi? – ,,Ósáttir með að hún hafi valið seðlana frekar en hjartað”
433Sport
Í gær

Er Sigurbjörn Hreiðarsson að taka við Fylki?

Er Sigurbjörn Hreiðarsson að taka við Fylki?
433Sport
Í gær

Brotist inn í bíl Davíðs: Varð bikarmeistari á laugardag og medalíunni var stolið

Brotist inn í bíl Davíðs: Varð bikarmeistari á laugardag og medalíunni var stolið