fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
433Sport

Ögmundur fór langt niður eftir sms frá KSÍ: Tengdapabbi hans stal senunni – „Hann gerir allt fyrir mig“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Kristinsson hefur verið í atvinnumennsku síðustu fimm ár og hefur átt farsælan feril. Ögmundur fagnar þrítugsafmæli sínu í sumar, hann er á besta aldri þegar kemur að markvörslu. Hann ólst upp í Safamýri og er Framari, hefur að mestu vermt bekkinn hjá íslenska landsliðinu en vonast eftir tækifæri og trausti innan tíðar. Ögmundur var gestur í hlaðvarpsþætti okkar, 90 mínútum, sem má nálgast í heild hér að neðan. Einnig má hlusta á hann á hlaðvarpsveitum og Spotify.

Ögmundur var að klára sitt fyrsta tímabil í Grikklandi en hann leikur með AEL Larissa. Markvörðurinn átti frábært tímabil og stærri félög hafa áhuga á að kaupa hann í sumar. „Þetta er mjög sterk deild með mjög sterkum liðum. Það gleymist aðeins þegar maður hugsar um grísku deildina. Þessi stóru lið eru virkilega góð og virkilega sögufræg í Evrópukeppnum. Það var eiginlega aldrei spurning hvort maður færi þangað,“ segir Ögmundur um dvölina í Grikklandi.

Fór langt niður eftir sms frá KSÍ
Það vakti talsverða athygli síðasta sumar þegar Ögmundur var ekki í hópi Íslands sem fór á HM, flestir töldu öruggt að hann yrði á meðal þeirra 23 leikmanna sem Heimir Hallgrímsson valdi. Það var högg fyrir Ögmund að fá skilaboð um annað. „Ég ætla ekkert að ljúga hvað það varðar, það var mjög erfiður dagur. Ég fór langt niður og þetta kom mér á óvart,“ segir Ögmundur.

„Ég var búinn að vera fastamaður í fimm eða sex ár og hafði spilað í undankeppninni fyrir HM sem kom liðinu á HM. Leikurinn á móti Finnum heima, sem var mjög dramatískur og mikilvægur þegar upp var staðið, hafði unnist. Þetta var gríðarlega svekkjandi og það kom mér á óvart. Ég fékk tíðindin í smáskilaboðum. Þetta var alvöru skellur. Ég trúði þessu ekki, ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég fór bara langt niður, en það er búið og gert,“ segir Ögmundur sem er mættur aftur í íslenska landsliðið og gæti fengið tækifæri sem fyrsti markvörður, von bráðar.

Stoltur af tengdapabba sínum:

Það vakti mikla athygli fyrir ári síðan þegar Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdapabbi Ögmundar mætti á fréttamannafund Heimis Hallgrímssonar. Hann vissi af því að Ögmundur væri ekki í landsliðshópnum sem færi á HM og var ósáttur. Hann spurði Heimi út í valið á fundinum, mikið var fjallað um atvikið.

 „,Nei, ég vissi ekki að hann ætlaði að láta sjá sig. Það eina sem ég tek úr því er alvöru stuðningur og ég á yndislegan tengdaföður sem elskar mig mikið,“ sagði Ögmundur um atvikið.

Tengdapabbi Ögmundar var afar ósáttur.

„Hann gerir allt fyrir mig og ég held að flestir drengir væru til í að eiga tengdapabba sem gerir það. Ég var ekkert pirraður út í hann, bara stoltur af honum ef eitthvað er,“ sagði Ögmundur um málið en viðtalið við þennan frábæra markvörð má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Pogba grínast í leikmanni Bournemouth: ,,Þarft ekki að taka treyjuna mína svona“

Pogba grínast í leikmanni Bournemouth: ,,Þarft ekki að taka treyjuna mína svona“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kiddi Jak tjáir sig um umdeild atvik helgarinnar: ,,Heildarniðurstaðan er rétt“

Kiddi Jak tjáir sig um umdeild atvik helgarinnar: ,,Heildarniðurstaðan er rétt“
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann eigi enga framtíð hjá Tottenham

Staðfestir að hann eigi enga framtíð hjá Tottenham
433Sport
Í gær

Andri spilaði í frábærum sigri á Inter

Andri spilaði í frábærum sigri á Inter
433Sport
Í gær

Blaðamaður viðurkennir vandræðaleg mistök: ,,Þetta var algjör klúður“

Blaðamaður viðurkennir vandræðaleg mistök: ,,Þetta var algjör klúður“
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Sölvi missti hausinn í Vesturbænum – ,,Fokkaðu þér, auminginn þinn“

Sjáðu atvikið: Sölvi missti hausinn í Vesturbænum – ,,Fokkaðu þér, auminginn þinn“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Manchester United skoraði fimm – Vardy með tvö gegn Palace

Manchester United skoraði fimm – Vardy með tvö gegn Palace
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba búinn að skipta um skoðun – Aldrei verið ánægðari

Pogba búinn að skipta um skoðun – Aldrei verið ánægðari