fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
433Sport

Segir að Íslendingarnir hafi sett allt í klessu: ,,Félagið var nánast gjaldþrota“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. maí 2019 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Coates, eigandi Stoke segir að félagið hafi verið í klessu þegar hann keypti það árið 2006. Coates hafði selt Stoke árið 1997 og keypti félagið aftur árið 2006, af Íslendingum.

Stoke Holding var í eigu Íslendinga en þeir Gunnar Gíslason, Magnús Kristinsson, Halldór Birgisson og Stefán Þórisson áttu félagið.

Félagið ætlaði að reyna að koma sér upp í úrvalsdeildina en Íslendingarnir voru nánast að gera félagið gjaldþrota, þegar Coates keypti það aftur. Stoke var þá í Championship deildinni.

Coates er einn ríkasti maður Bretlands í dag en hann stofnaði veðmálafyrirtækið, Bet365 á meðan hann tók sér frí frá Stoke. ,,Það er mjög erfitt að útskýra fjárhagstöðu félagsins árið 2006 með öðru orði en vonleysi,“ sagði Coates en í dag eru 13 ár frá því að hann tók félagið aftur.

,,Fyrrum eigendur, Stoke Holding tóku þá ákvörðun árið 2005 að setja meiri pening í þjálfun og laun leikmanna, þeir hækkuðu það mikið. Það átti að reyna að komast upp, sú ákvörðun borgaði sig ekki.“

,,Það var ekki bara það, það voru slæm úrslit og frammistöður á Britannia Stadium. Þar vann liðið bara sjö leiki af 26, þá fóru að koma færri á völlinn og erfiðara var að fá auglýsingasamninga.“

,,Skuldir félagsins voru 9 milljónir punda og félagið var nánast gjaldþrota. Það var þungt yfir félaginu og það þurfti að taka stórar ákvarðanir.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu dramatíkina á Akureyri – Voru dómarnir réttir?

Sjáðu dramatíkina á Akureyri – Voru dómarnir réttir?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Griezmann eftir undirbúning Messi

Sjáðu stórkostlegt mark Griezmann eftir undirbúning Messi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfestir að hann eigi enga framtíð hjá Tottenham

Staðfestir að hann eigi enga framtíð hjá Tottenham
433Sport
Í gær

Jói sneri aftur í jafntefli – Stuð á St James’ Park

Jói sneri aftur í jafntefli – Stuð á St James’ Park
433Sport
Í gær

,,Drullusama um það sem stendur í blöðunum“

,,Drullusama um það sem stendur í blöðunum“
433Sport
Í gær

Sjáðu undarlegt rautt spjald Sölva – Pablo ýtti í bakið á honum

Sjáðu undarlegt rautt spjald Sölva – Pablo ýtti í bakið á honum
433Sport
Í gær

Kári, Halldór og Sölvi sáu rautt í tapi Víkinga – Allt vitlaust á KR-velli

Kári, Halldór og Sölvi sáu rautt í tapi Víkinga – Allt vitlaust á KR-velli