fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |
433Sport

Harmleikur Sala: Skilaboð hans skömmu áður opinberuð – Þetta var eini valmöguleikinn

433
Fimmtudaginn 23. maí 2019 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ættu flestir að þekkja sorgarsögu framherjans Emiliano Sala sem lést fyrr á þessu ári.

Sala var við það að ganga í raðir Cardiff frá Nantes er hann lést í hræðilegu flugslysi ásamt flugmanni vélarinnar.

Í gær voru birt skilaboð þar sem Sala ræðir við mjög náin vinn sin um félagaskiptin til Wales.

Samkvæmt þessum skilaboðum hafði Sala engan áhuga á að ganga í raðir Cardiff en stjórn franska félagsins sá til þess að skiptin myndu ganga í gegn.

Meissa N’Diaye, umboðsmaður Sala, reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir skiptin en Nantes gat ekki hafnað þeirri upphæð sem var í boði.

Sala sendi þessi skilaboð á vin sinn áður en slysið hræðilega átti sér stað en franski miðillinn L’Equipe birti þau á vefsíðu sinni.

,,Í gærkvöldi þá sendi ég Meissa skilaboð, hann hringdi nokkrum tímum seinna,“ stendur í skilaboðum Sala.

,,Við ræddum saman og hann sagði mér að hann hefði rætt við Franck Kita [son eiganda Nantes], hann sendi honum nokkur skilaboð og hringdi svo í hann.“

,,Þeir ræddu saman og honum var tjáð að ég væri til sölu. Að það væri komið tilboð á borðið frá Cardiff. Þeir höfðu samið um háar fjárhæðir.“

,,Þeir vildu að ég myndi semja við þá. Það er rétt að samningurinn hafi verið góður en knattspyrnulega séð þá hafði ég ekki áhuga.“

,,Þeir eru að reyna allt til að koma mér þangað. Ég hef þurft að hafa fyrir öllu í mínu lífi svo ég er ekki hræddur, ég fer þangað og berst fyrir mínu.“

,,Ég sagði þó við Meissa að hann þyrfti að finna eitthvað betra áður en glugginn lokar. Hann hefur sagt nei við Cardiff því hann vill ekki sjá mig fara þangað.“

,,Hann telur að við séum í góðri stöðu knattspyrnulega séð, varðandi völlinn, samninginn og allt það. Mér er sama um það, ég hugsa ekki um það. Mér er andskotans sama um að vera í sterkri stöðu.“

,,Ég vil finna eitthvað áhugavert bæði samningalega og knattspyrnulega en stundum geturðu ekki fengið bæði. Hins vegar þá vil ég ekki ræða við Kita því ég vil ekki fá reiðiskast. Ég fæ oft ógeðis tilfinningu þegar ég ræði við hann undir fjögur augu.“

,,Hann vill selja mig til Cardiff því hann fær mikið af peningum. Hann vill sjá mig fara þangað, hann spyr mig ekki út í hvað ég vil.“

,,Það eina sem hann vill eru peningar. Það er staðan sem við erum í. Þetta er algjört klúður. Svo þetta er það sem er í gangi, ég veit ekki meira. Ég veit ekki hvað ég á að gera því ég þarf að vakna á morgnanna og takast á við þennan náunga.“

,,Það er enginn að horfa til mín, hvað ég þarf að ganga í gegnum. Þetta er ótrúega erfitt, því það eru ekki margir sem geta sett sig í mín spor.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Stórfurðuleg auglýsing með Ronaldo í aðalhlutverki

Stórfurðuleg auglýsing með Ronaldo í aðalhlutverki
433Sport
Í gær

Zidane breytir um skoðun og setur allt sitt traust á Bale

Zidane breytir um skoðun og setur allt sitt traust á Bale
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu sturlað aukaspyrnumark Óttars gegn Blikum

Sjáðu sturlað aukaspyrnumark Óttars gegn Blikum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hermann fékk ekki greidd laun – Sagði upp störfum

Hermann fékk ekki greidd laun – Sagði upp störfum