fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |
433Sport

Wayne Rooney brjálaður út í bróður sinn: Umdeildur maður á myndbandi – Sögusagnir um kókaín

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. maí 2019 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney er brjálaður eftir að bróðir hans skellti sér út á lífið, það er þó ekki ástæðan heldur myndataka sem átti sér stað. Graham Rooney er yngri bróðir Wayne, hann er 31 árs gamall.

Hann skellti sér út á lífið í Liverpool um helgina og rakst á Tommy Robinson, sá er öfga hægri maður samkvæmt enskum blöðum.

Tommy á marga stuðningsmenn en er mjög umdeild persóna, það fer ekki vel í Wayne að bróðir hans sé að láta mynda sig með honum.

,,Go on Rooney,“ öskrar Tommy Robinson er talið er að Graham hafi verið að taka upp myndbandið fyrir bróðir sinn. Það er nú í birtingu á veraldarvefnum.

Graham er sjálfur vel ölvaður og virðist lítið getað tjáð sig, ef marka má myndbandið. Á samfélagsmiðlum má sjá sögur þess efnis að Tommy og Graham hafi verið að fá sér kókaín á klósettinu þar sem myndatakan átti sér stað.

Ensk blöð segja að Wayne sé ósáttur með bróður sinn og skammist sín fyrir að hann sé að láta taka svona myndbönd af sér. Wayne sjálfur getur þó lítið sagt enda hefur áfengi komið honum oft á forsíður, enskra blaða.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Evra sendir stjórn United skýr skilaboð – Er kominn með nóg

Evra sendir stjórn United skýr skilaboð – Er kominn með nóg
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pálmi og Óskar með frábært grín: Elliheimilið Grund – Þagga niður í gagnrýnendum

Pálmi og Óskar með frábært grín: Elliheimilið Grund – Þagga niður í gagnrýnendum