fbpx
Mánudagur 17.júní 2019
433Sport

Tíu kynlífsskandalar sem gerðu allt vitlaust: Framhjáhald, transfólk og stúlka undir lögaldri

433
Miðvikudaginn 22. maí 2019 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumenn eru svo sannarlega ekki allir öðlingar og komast oft í fréttirnar fyrir neikvæða og siðlausa hluti.

Leikmenn skemma orðspor sitt með slæmri hegðun utan vallar og fá oft stimpil á sig sem fylgir þeim alla tíð.

Kynlífsskandalar eru algengir í boltanum og er hægt að nefna fjölmörg dæmi um leikmenn sem ættu að skammast sín fyrir hegðun sína.

Það er athyglisvert að rifja upp tíu stærstu kynlífsskandala í sögu íþróttarinnar en um er að ræða atvik sem flestir áhugamenn ættu að kannast við.

Við byrjum þennan lista á Dwight Yorke og Mark Bosnich sem léku eitt sinn með Manchester United.

10. Dwight Yorke og Mark Bosnich

Árið 1998 voru Bosnich og Yorke fundir sekir um að fela myndavélar í íbúð þar sem fjórar konur höfðu mætt til að hitta þá. Margar myndavélar voru í húsinu og mátti sjá tvímenningana stunda mök við konurnar frá mörgum sjónarhornum. Einnig náðist mynd af þeim þar sem þeir voru klæddir í kvenmansföt og var Bosnich til að mynda rassskelltur er hann klæddist stuttu pilsi. Blaðamaður rakst á spóluna í ruslinu fyrir utan húsið en Bosnich ákvað að henda sönnunargögnunum frekar en að eyða þeim.

9. George Best

George best er ein af goðsögnum knattspyrnunnar en hann lék lengst með Manchester United. Árið 1970 lék Best með United er Wilf McGuinness þjálfaði liðið. Hann gómaði Best í rúminu með vændiskonu, sama dag og United átti að leika við Leeds í enska bikarnum.

8. Ronaldo

Ronaldo var magnaður knattspyrnumaður á sínum tíma og er af mörgum talinn einn besti sóknarmaður sögunnar. Hann stundaði mök með þremur vændis-transkonum á hótelherbergi í Rio de Janeiro í heimalandinu, Brasilíu. Ein af vændiskonunum reyndi að kúga fé úr Ronaldo stuttu síðar sem var trúlofaður á þessum tíma.

7. Wayne Rooney

Rooney hefur komist í fréttirnar fyrir að heimsækja vændishús en hann var fyrst gómaður sem táningur hjá Everton er öryggismyndavélar sáu Englendinginn labba þar inn. Samkvæmt fregnum var Rooney að hitta eldri konu sem var klædd í kattarbúning. Síðar á ferlinum var Rooney einnig ásakaður um að hafa farið í þrekant með tveimur vændiskonum.

6. John Terry

Ein frægasta saga nútímanns er af John Terry, fyrrum fyrirliða Chelsea. Terry er ásakaður um að hafa barnað kærustu Wayne Bridge sem var þá liðsfélagi Terry hjá Chelsea. Framhjáhaldið átti að hafa staðið yfir í fjóra mánuði og endaði með því að Bridge yfirgaf Chelsea því hann gat ekki hugsað sér að leika í sama liði og Terry.

5. Jay Hart

Hart er ekki leikmaður sem margir kannast við en hann gerði garðinn aðallega frægan í neðri deildum Englands. Hart lék með Clithoroe FC í ensku utandeildinni á sínum tíma og komst heldur betur í vandræði eftir leik við Mossley AFC. Hart var tveggja barna faðir er hann ákvaða að stunda kynlíf með ‘aðdáanda’ strax eftir leikinn sem vannst. Hann var í kjölfarið rekinn frá félaginu og fékk að heyra það frá eiginkonu sinni opinberlega.

4. Franck Ribery, Sidney Govou og Karim Benzema

Þrír franskir landsliðsmenn sem komust í vesen árið 2010 þegar þeir voru ásakaðir um að hafa stundað mök með vændiskonu undir lögaldri. Zahia Deher var nafn hennar en samkvæmt fregnum var hún aðeins 16 ára gömul. Hún ræddi atvikið síðar opinberlega og sagði að þremenningarnir hafi alltaf komið vel fram við sig og að þeir hafi ekki vitað hversu gömul hún var í raun.

3. Stan Collymore

Collymore lék með góðum liðum á sínum ferli og má nefna bæði Nottingham Forest og Liverpool. Collymore var gómaður á bílastæði árið 2004 er hann stundaði kynlíf með ónefndum aðilum. Collymore var giftur á þeim tíma og starfaði fyrir BBC. Eiginkona hans fyrirgaf honum en hann var um leið rekinn frá BBC.

2. Ashley Cole

Cole var giftur Cheryl Tweedy árið 2006 en hún er heimsfræg söngkona. Hárgreiðslukona opnaði sig opinberlega árið 2008 ásakaði Cole um framhjáhald. Cole sem lék með Chelsea á þessum tíma baðst afsökunar en fjórar aðrar konu stigu svo fram og ásökuðu hann um sama hlut. Cole og Cheryl skildu árið 2010.

1. Ryan Giggs

Líklega frægasti kynlífsskandall sögunnar. Giggs var einn besti leikmaður heims um tíma er hann lék með Manchester United og vann ófáa titla. Giggs var fundinn sekur um framhjáhald á sínum tíma með eiginkonu bróður síns, Rodri Giggs. Það framhjáhald gekk á í heil átta ár og rústaði um leið sambandi Giggs og bróður hans. Giggs tókst að bjarga eigin hjónabandi en fjölskylda hans hefur ekkert viljað með hann hafa eftir fréttirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af