fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
433Sport

Getur loksins gefið sér tíma í að ræða fordómana og finna lausn: ,,Margir eru undir áhrifum áfengis“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 22. maí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raheem Sterling, stjarna Manchester City, ætlar að reyna að fá fund með enska knattspyrnusambandinu í sumar.

Margir leikmenn urðu fyrir kynþáttaníði á Englandi í vetur og var sambandið í vandræðum með að hafa stjórn á hlutunum.

Þær refsingar sem sambandið stakk upp á þóttu vera vægar og er barist fyrir þvi að liðum og stuðningsmönnum verði refsað enn frekar.

Sterling er einn af þeim sem varð fyrir áreiti í vetur og mun hann reyna að skipuleggja fund með sambandinu í sumarfríinu.

,,Sem knattspyrnumaður þá ertu upptekinn á æfingum á hverjum degi og svo spilarðu á tveggja eða þriggja daga fresti, við höfum ekki mikinn tíma til að ræða við annað fólk,“ sagði Sterling.

,,En nú þegar ég er í fríi þá get ég gefið því tíma að ræða við sambandið og sjá hvernig við getum farið að þessu. Ég verð svo sannarlega einn af þeim til að reyna það.“

,,Þetta var mun verra fyrir tíu árum síðan. Þetta er að batna og fólk skilur það að það megi ekki segja suma hluti.“

,,Það er hluti af enskri menningu að fara snemma út á laugardögum og fá sér drykk. Mikið af þessu fólki er undir áhrifum áfengis um leið og þau mæta á völlinn. Þetta er þó að batna og er betra en það var áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær að heyra það fyrir frekju í kvöld – Heimtaði að fá boltann: ,,Hann ætti ekki að spila aftur“

Fær að heyra það fyrir frekju í kvöld – Heimtaði að fá boltann: ,,Hann ætti ekki að spila aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var ekki allt í lagi að baula á Fanndísi? – ,,Ósáttir með að hún hafi valið seðlana frekar en hjartað”

Var ekki allt í lagi að baula á Fanndísi? – ,,Ósáttir með að hún hafi valið seðlana frekar en hjartað”
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn eitt áfallið hjá City: Einn miðvörður heill – Stones frá í nokkrar vikur

Enn eitt áfallið hjá City: Einn miðvörður heill – Stones frá í nokkrar vikur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru íslenskir fjölmiðlar allt of neikvæðir? Aron Einar svarar: „Berum virðingu fyrir öllu á Íslandi“

Eru íslenskir fjölmiðlar allt of neikvæðir? Aron Einar svarar: „Berum virðingu fyrir öllu á Íslandi“
433Sport
Í gær

Rooney kallar eftir því að leikmenn fái betur borgað

Rooney kallar eftir því að leikmenn fái betur borgað
433Sport
Í gær

Neymar borgar vinum sínum 1,3 milljónir á mánuði fyrir að hanga með sér

Neymar borgar vinum sínum 1,3 milljónir á mánuði fyrir að hanga með sér