fbpx
Mánudagur 17.júní 2019
433Sport

Gary Martin sagan heldur áfram: Fékk ekki að mæta á æfingu Vals í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. maí 2019 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin, framherji Vals var ekki mættur á æfingu liðsins í gær. Þetta segir Gunnar Birgisson, fréttamaður á RÚV.

Gunnar þekkir vel til á Hlíðarenda og á góða félaga í herbúðum Vals.

Gary hefur ekkert fengið að æfa með liði Vals eftir að 433.is greindi fyrst frá því, að félagið vildi losna við hann. Valur vildi losna við Gary í síðustu viku, það tókst ekki.

Ljóst er að Gary finnur sér ekki nýtt félag fyrr en í júlí, félagaskiptaglugginn er lokaður. ,,The saga continues: Gary Martin mættur á brettið í Laugum samkvæmt heimildarmönnum GB,“ skrifar Gunnar á Twitter.

Gary hefur verið duglegur að æfa í World Class á meðan Ólafur Jóhannesson, vill ekki sjá hann i herbúðum Vals. Ólafur hefur neitað að tjá sig um málið á síðustu dögum. Ekki er vitað hvort eða hvenær Gary fær að mæta aftur á æfingar.

Ólafur sagði að Gary hentaði ekki leikstíl Vals, það væri ástæðan að félagið vildi losna við hann. Öllum er hins vegar ljóst að eitthvað meira hefur gengið á og mikið af gróusögum, fljúga í þessu máli.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Jói Kalli: Þetta var dýfa

Jói Kalli: Þetta var dýfa
433Sport
Í gær

Plús og mínus: Pedro er í veseni í Eyjum

Plús og mínus: Pedro er í veseni í Eyjum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær ekki starf því hann hraunaði yfir allt og alla: ,,Bara stríðsmaður á lyklaborðinu“

Fær ekki starf því hann hraunaði yfir allt og alla: ,,Bara stríðsmaður á lyklaborðinu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segja að Klopp sé tilbúinn að fórna Salah: Vill fá þennan í staðinn

Segja að Klopp sé tilbúinn að fórna Salah: Vill fá þennan í staðinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er Hazard of feitur? – Sjáðu myndirnar

Er Hazard of feitur? – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Staðfestir viðræður við United og Juventus

Staðfestir viðræður við United og Juventus