fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |
433Sport

Myndbandið sem allir héldu að væri ekta: Sjáðu hvað átti að hafa gerst

433
Þriðjudaginn 21. maí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtist ansi athyglisvert myndband af leikmönnum Manchester City sem höfðu nýlega fagnað Englandsmeistaratitlinum.

City var að klára frábært tímabil en liðið vann þrennuna: enska meistaratitilinn, deildarbikarinn og enska bikarinn.

Þeir fögnuðu með stuðningsmönnum sínum í gær en eins og venjulega var boðið upp á rútuferð í borginni.

Stuttu eftir þessa rútuferð birtist myndband þar sem mátti sjá Englandsmeistarabikarinn sjálfan mölbrotinn á jörðinni.

Sergio Aguero, leikmaður City, kom fyrir í þessu myndbandi en fáir virtust skilja hvað var raunverulega í gangi.

Margir töldu að einhver hefði óvart misst bikarinn í jörðina í fagnaðarlátunum en svo var ekki.

Það voru margir sem féllu fyrir þessu myndbandi sem var þó tekið upp í gríni af sjónvarpsstöð City.

Bikarinn sjálfur var aldrei í neinni hættu heldur var notast við gervibikar sem fékk þó heldur betur að finna fyrir því.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Evra sendir stjórn United skýr skilaboð – Er kominn með nóg

Evra sendir stjórn United skýr skilaboð – Er kominn með nóg
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pálmi og Óskar með frábært grín: Elliheimilið Grund – Þagga niður í gagnrýnendum

Pálmi og Óskar með frábært grín: Elliheimilið Grund – Þagga niður í gagnrýnendum