fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
433Sport

Ljósið í myrkrinu á Hlíðarenda?: ,,Gary Martin myndi njóta góðs af því að hafa hann fyrir aftan sig“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 21. maí 2019 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

5. umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í gær. Krísa Vals heldur áfram en liðið tapaði gegn frábæru FH liði.

Valur hefur ekki byrjað tímabilið vel en liðið hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum síðustu tvö ár.

Það voru nokkrir ljósir punktar í leik Vals í gær og þá sérstaklega Ólafur Karl Finsen.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is og Hrafn Norðdahl, stuðningsmaður Stjörnunnar, ræddu spilamennsku Ólafs í hlaðvarpsþættinum Sóknin.

,,Þetta var kannski ágætis leikur hjá þeim í gær og ljósi punkturinn var Ólafur Karl Finsen,“ sagði Hörður.

Hrafn var sammála þessum ummælum en hann þekkir til Ólafs sem er fyrrum leikmaður Stjörnunnar.

,,Heldur betur, Óli Kalli var geggjaður í leiknum, hann var hrikalega góður. Eigum við ekki að segja að þetta sé hans staða, hann hefur verið að spila mikið á miðjunni fyrir val,“ sagði Hrafn.

,,Hann hefur skilað því ágætlega en það er ekki upprunuarlega staðan hans. Hann var geggjaður í gær. Eins og flestir aðrir fyrrum Stjörnumenn á þessu tímabili.“

,,Valsliðið lúkkaði alveg vel en það skilaði núll stigum. Þeir fara alveg jafn sárir á koddann.“

Hörður nefnir svo sóknarmanninn Gary Martin sem er í kuldanum á Hlíðarenda þessa stundina.

Hörður telur að Gary hefði getað notið góðs af því að spila með Óla Kalla fyrir aftan sig í sókn Vals.

,,Það verður að segja eins og er, maður horfði á þennan leik í gær og sá hvað Óli Kalli var góður. Ég hugsaði: ‘það hefði kannski verið fínt fyrir Gary Martin að hafa hann fyrir aftan sig í þessum fyrstu leikjum.’

,,Óli Kalli var að taka hlaup, hann opnaði svæði fyrir sentera og aðra í kringum sig. Hann er svo góður með boltann, getur haldið honum aðeins og ef á einhverjum tímapunkti að Gary Martin kemur aftur inn þá myndi hann njóta góðs af því að hafa gæja eins og Óla Kalla fyrir aftan sig.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Harkaleg gagnrýni á Hannes: Fór í brúðkaup Gylfa og Alexöndru – „Þú ert einn sá launahæsti“

Harkaleg gagnrýni á Hannes: Fór í brúðkaup Gylfa og Alexöndru – „Þú ert einn sá launahæsti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar úr brúðkaupsveislu Gylfa og Alexöndru: Flugeldum skotið upp – Þessir listamenn komu fram

Sjáðu myndirnar úr brúðkaupsveislu Gylfa og Alexöndru: Flugeldum skotið upp – Þessir listamenn komu fram
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndirnar: Fyrirpartý fyrir brúðkaup Gylfa og Alexöndru – Rúrik og frú vekja mikla athygli

Sjáðu myndirnar: Fyrirpartý fyrir brúðkaup Gylfa og Alexöndru – Rúrik og frú vekja mikla athygli
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rúnar Páll mjög ósáttur: Þetta var mjög lélegt af dómara leiksins

Rúnar Páll mjög ósáttur: Þetta var mjög lélegt af dómara leiksins