fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
433Sport

Er Manchester City að skemma fótboltann?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. maí 2019 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Javier Tebas, forseti úrvalsdeildarinnar á Spáni segir að Manchester City og PSG, séu að skemma fótboltanum með öllu því fjármagni sem félögin eiga. Bæði félög eru í eigu manna frá Mið-Austurlöndum, þeir hafa dælt fjármagni inn í félögin.

UEFA rannsakar nú City og hvort félagið hafi brotið reglur er varðar fjármál knattspyrnufélaga.

,,Ef við leyfum fjármuni sem koma ekki úr þessum bransa að koma inn, þá er þetta ekki lengur íþrótt,“ sagði Tebas, eigendur City og PSG eru sakaðir um að koma fjármagni inn í félög sín, á ólöglegan hátt.

Þannig eru félögin sökuð um auglýsingasamninga við fyrirtæki, sem eigendur félaganna fjármagna sjálfir.

,,Þetta er eins og eitthvað dót fyrir þá, þegar fólk fer í einhverja keppni eins og þetta sé leikur. Þá mun það eyðileggja íþróttina.“

,,Það er það sem PSG, Manchester City og fleiri félög eru að gera, eð miklum fjármunum. UEFA á að vinna betur í þessum málum.“

,,PSG og Manchester City hafa skapað þetta umhverfi, félög sem keppa við þá vilja meiri fjármuni til að eiga séns. Ég veit ekki hvaða refsingu City fær, það kæmi mér ekkert á óvart.“

Manchester City gæti missti sæti sitt í Meistaradeild Evrópu en liðið vann alla titla, á Englandi í ár.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Harkaleg gagnrýni á Hannes: Fór í brúðkaup Gylfa og Alexöndru – „Þú ert einn sá launahæsti“

Harkaleg gagnrýni á Hannes: Fór í brúðkaup Gylfa og Alexöndru – „Þú ert einn sá launahæsti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar úr brúðkaupsveislu Gylfa og Alexöndru: Flugeldum skotið upp – Þessir listamenn komu fram

Sjáðu myndirnar úr brúðkaupsveislu Gylfa og Alexöndru: Flugeldum skotið upp – Þessir listamenn komu fram
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndirnar: Fyrirpartý fyrir brúðkaup Gylfa og Alexöndru – Rúrik og frú vekja mikla athygli

Sjáðu myndirnar: Fyrirpartý fyrir brúðkaup Gylfa og Alexöndru – Rúrik og frú vekja mikla athygli
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rúnar Páll mjög ósáttur: Þetta var mjög lélegt af dómara leiksins

Rúnar Páll mjög ósáttur: Þetta var mjög lélegt af dómara leiksins