fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
433Sport

Rakst á Klopp sem fór í hárígræðslu: ,,Hann lofaði að vista númerið fyrir mig“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. maí 2019 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mario Götze, leikmaður Borussia Dortmund, elskar Jurgen Klopp en þeir unnu saman hjá félaginu um tíma.

Klopp er í dag stjóri Liverpool og hefur náð flottum árangri með liðið undanfarin fjögur ár.

Götze sagði ansi skemmtilega sögu af Klopp í dag en sá síðarnefndi fór í hárígræðslu á sínum tíma til að koma í veg fyrir skalla.

,,Hann vissi hvernig átti að fara með mig. Hann var magnaður stjóri en hans persónuleiki var mikilvægastur fyrir mig sem ungan leikmann,“ sagði Gotze.

,,Ég hef aldrei hitt neinn stjóra sem er eins náttúrulega fyndinn. Ég gleymi því aldrei þegar ég rakst á hann í Dusseldorf eitt sumarið.“

,,Hann var að fara að hitta sérfræðing til að fara í hárígræðslu. Það voru risastórar fréttir í Þýskalandi.“

,,Hann hafði svo gaman að því. Hann brosti bara og sagði mér frá aðgerðinni og hversu töff hann ætti eftir að líta út og þannig.“

,,Svo þegar hann var að kveðja þá sagði hann við mig að hann ætlaði að vista símanúmerið.“

,,Ég spurði hvað hann ætti við og hann svaraði: ‘Símanúmerið hjá lækninum, eftir nokkur ár þá gætir þú þurft á því að halda!’

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu trylluna sem flutti Víkinga til Eyja í dag

Sjáðu trylluna sem flutti Víkinga til Eyja í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liðsfélagi Sverris rekinn fyrir að perrast í konum

Liðsfélagi Sverris rekinn fyrir að perrast í konum
433Sport
Í gær

Þetta eru launin sem Lampard fær hjá Chelsea

Þetta eru launin sem Lampard fær hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Mourinho vill ekki starfið: „Ekki í eðli mínu að taka við liði sem vill vera í níunda sæti“

Mourinho vill ekki starfið: „Ekki í eðli mínu að taka við liði sem vill vera í níunda sæti“