fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |
433Sport

Hermann reyndi að ýta eigandanum fram af rútunni: ,,Mig langar svo að smassa þig í drasl Auddi“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. maí 2019 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavél:

Auðunn Blöndal hefur gert frábæra þætti um íslenska atvinnumenn í íþróttum, þriðja þáttaröð var að klárast á Stöð2 og fékk hún frábær viðbrögð. Fyrsta þáttaröðin var afar áhugaverð og á næstu dögum, ætlum við að rifja upp bestu bitana úr þessum frábær þáttum, sem einn besti sjónvarpsmaður í sögu Íslands, Auðunn Blöndal hefur stýrt.

Goðsögnin Hermann Hreiðarsson var að sjálfsögðu heimsótt en hann ættu allir landsmenn að þekkja.Hermann var lengi atvinnumaður en hann hélt fyrst út til Crystal Palace árið 2007 og lék erlendis til ársins 2012. Hermann er þekktur fyrir það að vera mikill harðhaus og var ekkert grín að mæta honum bæði á velli og á æfingum.

Þátturinn um Hermann byrjaði ansi skemmtilega er Auðunn hitti varnartröllið á bílastæði. Þar var tekið upp smá ‘sketch’ þar sem Hermann hótaði Auðunni öllu illu en engin alvara fylgdi þó senunni.

Svona hófst þátturinn:

Hermann: ,,Þú verður bara að borga Auddi minn, það er bara þannig sko. Mig langar svo að smassa þig í drasl Auddi!“

Auðunn: ,,Hvað ertu að tala um? Ertu að tala um þennan Subway sem þú splæstir á mig áðan?“

Hermann: ,,Þú átt ekkert annað skilið. Horfðu á þig, þú ert bara að biðja um að vera laminn.Þú ert svo mikill snillingur og hálfviti að það eru örugglega myndavélar hérna, faldar út um allt.“

Auðunn: ,,Auðvitað eru myndavélar hérna, við erum að taka upp sjónvarpsþátt.“

Hermann: ,,Og það sem þú varst að segja um mig í fjölmiðlum Auddi..“ bætti Hemmi svo við áður en hann réðst á Auðunn í auðvitað góðu gríni.

Eins og margir vita var Hermann giftur Rögnu Lóu Stefánsdóttur en hún er einnig fyrrum landsliðskona í knattspyrnu. Ragna og Hermann bjuggu í Bournemouth á þessum tíma sem er í klukkutíma fjarlægð frá Portsmouth, liðinu sem Hermann lék með.

Auðunn ákvað að spyrja Rögnu út í helstu galla Hermanns og rifjar einnig upp ansi skemmtilega jólagjöf sem hún fékk á sínum tíma. ,,Hann hlustar ekkert á á mig, hann er yfirleitt of seinn en en annars er hann bara frábær! Hann hefur nú ekki marga galla þessi elska..

,,Jú, ég man eftir einu núna. Svakalegar jólagjafir, ég gleymi aldrei risastóra pakkanum sem beið í einhverjar vikur undir jólatrénu.“

,,Ég gat ekki beðið eftir að opna hann, ‘Til Röggu, frá Hemma.’ Það var golfsett til hans. Ég hef aldrei spilað golf á ævinni, honum langaði í nýtt golfsett svo hann gaf mér það.“

Auðunn fékk svo að skoða risastórt hús þeirra hjóna og rakst á skemmtilega mynd af Hermanni.

Þar má sjá okkar mann hoppa upp í stúku til að fagna marki með stuðningsmönnum. Það gekk ekki alveg eins og í sögu. ,,Það var komið svolítið á seasonið og ég var ekki búinn að skora á heimavelli þannig ég ákvað að fagna því með stæl með aðdáendunum.“

,,Ég kasta mér upp í stúku. Það var frekar misheppnað eftir allt saman.. Fyrst var markið tekið af mér og svo var ég sektaður fyrir að fagna markinu sem ég átti ekki.“

Hermann átti sér fleiri en einn draum eins og margir. Hann elskar að stíga á svið og rífa í míkrafóninn.

Eins flottan og hann telur sig vera þá er eiginkonan ekki vongóð um að það verði eitthvað úr tónlistarferlinum.

,,Eins og allir vita þá er draumurinn hans að verða poppari en því miður eru hæfileikarnir ekki til að…“

,,Hann er gjörsamlega laglaus og hræðilegur söngvari en honum finnst hann alveg æðislegur.“

Eins og í öðrum þáttum þá ræddi Auðunn við samherja Hermanns en það voru margir góðir leikmenn sem léku með Portsmouth á þessum tíma.

Liðið var nýbúið að fagna sigri í enska bikarnum og spilaði í Evrópudeildinni á þessu tímabili.

Auðunn ræddi við leikmennina David James, Sol Campbell og Peter Crouch. Hann heyrði einnig í þáverandi stjóra liðsins, Tony Adams.

David James: ,,Hermann er fyndni gæinn. Má ég gefa þér dæmi? Þegar við fögnuðum bikarnum fór rútan í gegnum Portsmouth og South Sea. Þar voru stjórnarformaðurinn og eigandinn. Hermann reyndi að ýta eigandanum fram af rútunni. Hann er klikkaður.“

Sol Cambpell: ,,Við köllum hann Herminator. Hermann er frábær náungi. Hann er samt klikkaður. En eru ekki margir klikkaðir á Íslandi? Hann hefur verið frábær. Hann spilar vel fyrir landsliðið og þið getið verið stolt af honum. Hann er sterkur og stundum þarftu að hella köldu vatni yfir hann til að róa hann niður.“

Tony Adams: ,,Ég tel að hann sé brjálæðingur. Hann er góður atvinnumaður. Hann hefur spilað lengi, það gerist ekki nema þú sér hæfileikaríkur. Hann er svolítið klikkaður en hann er góður maður. Hann er frábær manneskja og er mikill fjölskyldumaður.“

Peter Crouch: ,,Hann gaf manni aldrei frið. Hann reyndi alltaf að pirra þig, hann er mjög sterkur varnarmaður. Ég átti oft í erfiðleikum með Hermann, sérstaklega gegn Charlton en þar mættumst við oft. Hann reynir að meiða einhvern á hverjum degi. Hann er mjög árásargjarn!“

Hermann er ekki þekktur fyrir mikið glamúr í kringum sig en mikil frægð fylgir fótboltanum.

Hermann segist hafa gaman að því að gefa áritanir áður en Auðunn ákvað að pirra hann með því að spyrja út í peningamál. ,,Allt fyrir utan, að skrifa áritanir og svona, þú venst því svosem. Fyrir mig þá er bara aðal málið í þessari vinnu að standa sig á fótboltavellinum.“

,,Þetta er ágætis egó-kick. Sérstaklega þegar fólki líkar við það sem þú ert að gera á vellinum, það kitlar egóið aðeins.“

,,Nei, ég er sko ekki milljarðamæringur. Hvaða skíta spurningar eru þetta? Ég er bara mjög heppinn, ég er með tvær hendur, tvær lappir og hausinn skrúfaðan á kolvitlaust en allir nánustu eru heilbrigðir og þá er ekki yfir neinu að kvarta.“

,,Ég gæti alveg verið á Lödu eins og ég átti um árið. Hitt er allt bónus. Þú ert fífl!“

Myndavélin beintist svo aftur að Rögnu sem sagði ansi skemmtilega sögu af eiginmanninum. Hermann er víst mjög gráðugur og fékk fólk að finna fyrir því í matarboði sem þau hjón héldu.

,,Hann er svo mikið svín. Við vorum með fólk í mat og buðum upp á kjúklingavængi. Ég var með svona 30 vængi, hann tróð þeim svona 20 í sig.“

,,Þegar maður er með fólk í mat þá bíður maður eftir að þau fái sér.. Ég þorði ekki að fá mér einu sinni.“

Hermann staðfesti þessa sögu Rögnu og segir að fólk hafi innilega vonað að hann myndi láta síðustu vængina vera. ,,Ég var búinn að fá mér svona 18 og það voru tveir eftir og fólkið horfði á þá: ‘ekki taka þá, ekki taka þá.’

Þegar rætt var við Hermann þá var Tony Adams stjóri Portsmouth. Hermann var ekki fyrsti maður á blað undir hans stjórn. Adams var mikill harðhaus sem leikmaður en Hermann segir að það hafi vantað smá nagla í hann sem knattspyrnustjóra.

,,Það vantar aðeins meiri nagla í hann. Hann verður að þora að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir.“

,,Hann veit nákvæmlega hvað ég er að hugsa. Það eru einhverjir sem eru á því máli að ég eigi að eiga fast sæti í liðinu.“

Stuðningsmenn tala þá gríðarlega vel um íslenska landsliðsmanninn sem er goðsögn í þeirra augum.

Það voru flestir sem töluðu um Hermann sem goðsögn í sögu félagsins en hann var mjög vinsæll. Hér má sjá nokkur kvót frá stuðningsmönnunum.

  • ,,Hermann Hreiðarsson er goðsögn. Herminator!“
  • ,,Hann er goðsögn, þvílík goðsögn.“
  • ,,Hann er sannkölluð goðsögn. Hann er besti varnarmaðurinn sem við eigum. Hermann er ein af hetjunum mínum.“
  • ,,Hann er frábær leikmaður. Ég vildi að hann hefði spilað meira á tímabilinu.“
  • ,,Hann hefur verið frábær fyrir Portsmouth. Hann hefur skrifað nafn sitt í sögubækur Portsmouth að eilífu.“
  • ,,Við hefðum ekki unnið bikarinn án hans í fyrra.“

Við látum svo fylgja ansi skemmtilegar myndir af því þegar Auðunn og Hermann heimsóttu heimavöll Portsmouth. Hermann er þekktur fyrir það að taka aðeins í menn og fékk öryggisvörður vallarins að finna fyrir því.

Það brutust út létt slagsmál á göngunum sem var ansi skemmtilegt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hættir Ronaldo eftir nokkra mánuði?

Hættir Ronaldo eftir nokkra mánuði?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta þénuðu topparnir sem starfa og hafa starfað fyrir KSÍ

Þetta þénuðu topparnir sem starfa og hafa starfað fyrir KSÍ
433Sport
Í gær

Heimir Guðjónsson að snúa aftur til Íslands

Heimir Guðjónsson að snúa aftur til Íslands
433Sport
Í gær

Lögreglan þurfti að nota kylfur: Sjáðu slagsmálin eftir umdeildan dóm

Lögreglan þurfti að nota kylfur: Sjáðu slagsmálin eftir umdeildan dóm
433Sport
Í gær

Jóhann dáist af afrekum landsbyggðarinnar: „Þegar ég var tán­ing­ur fannst mér „sveit­in“ kjána­leg“

Jóhann dáist af afrekum landsbyggðarinnar: „Þegar ég var tán­ing­ur fannst mér „sveit­in“ kjána­leg“
433Sport
Í gær

N-orðið sent ítrekað á Pogba eftir mistök hans í gær

N-orðið sent ítrekað á Pogba eftir mistök hans í gær