fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019
433Sport

Bjarni sendir pillu á Ágúst: Vantar kjark og þor – ,,Klikka enn og aftur á stóra prófinu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. maí 2019 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik fékk ÍA í heimsókn í Pepsi Max-deild karla í gær. Um var að ræða tvö efstu lið deildarinnar en þau voru bæði með tíu stig eftir fjórar umferðir.

Leikur gærkvöldsins var ágæt skemmtun en aðeins eitt mark var skorað og það gerðu gestirnir. Einar Logi Einarsson gerði það mark fyrir ÍA í uppbótartíma eftir hornspyrnu.

Skagamenn eru því nú með þriggja stiga forskot á toppnum eftir fimm umferðir. Bjarni Helgason, skrifaði um leikinn í Morgunblaðinu. Hann sendir pillu á Ágúst Gylfason, þjálfara Breiðabliks.

,,Blikar voru meira með bolt­ann í gær en það er eini töl­fræðiþátt­ur­inn sem þeir geta tekið með sér út úr leikn­um. Þeir voru ein­fald­lega und­ir á öll­um sviðum leiks­ins og sókn­ar­leik­ur liðsins var lít­ill sem eng­inn,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið í dag

,,Liðið skapaði sér ekki opið mark­tæki­færi all­an leik­inn og það vantaði ein­fald­lega kjark og þor í þjálf­arat­eymi liðsins til að taka áhættu og sækja til sig­urs á eig­in heima­velli í gær. Það var eins og Blikar væru sátt­ir með stigið eft­ir 80. mín­útna leik og þeir fengu það held­ur bet­ur í and­litið.“

Skagamenn eru nýliðar í Pepsi Max-deildinni, þeir hafa heillað marga.

,,Ak­ur­nes­ing­ar eru til alls lík­leg­ir í deild­inni í ár eft­ir afar öfl­uga sigra gegn Val, FH og nú síðast Breiðabliki. Þeir eru vel þjálfaðir og Jó­hann­es Karl Guðjóns­son virðist ein­fald­lega vera klók­ari en aðrir þjálf­ar­ar í úr­vals­deild­inni eins og staðan er í dag. Enn og aft­ur eru Blikar að klikka á stóra próf­inu og ef liðið ætl­ar sér ekki að sækja til sig­urs í öll­um leikj­um geta þeir gleymt því að hampa Íslands­meist­ara­titl­in­um í vor.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta eru launin sem Lampard fær hjá Chelsea

Þetta eru launin sem Lampard fær hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mourinho vill ekki starfið: „Ekki í eðli mínu að taka við liði sem vill vera í níunda sæti“

Mourinho vill ekki starfið: „Ekki í eðli mínu að taka við liði sem vill vera í níunda sæti“
433Sport
Í gær

Gísli Eyjólfsson snýr aftur heim: Löglegur fyrir stórleikinn

Gísli Eyjólfsson snýr aftur heim: Löglegur fyrir stórleikinn
433Sport
Í gær

Pamela Anderson í sárum: Segir frá grófu framhjáhaldi kærastans – „Hann er skrímsli“

Pamela Anderson í sárum: Segir frá grófu framhjáhaldi kærastans – „Hann er skrímsli“
433Sport
Í gær

Neymar sagður hafa náð samkomulagi við Börsunga: Launin lækka um 1,4 milljarð á ári

Neymar sagður hafa náð samkomulagi við Börsunga: Launin lækka um 1,4 milljarð á ári
433Sport
Í gær

Patrik skrifaði undir nýjan og betri samnig við Brentford

Patrik skrifaði undir nýjan og betri samnig við Brentford