fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið: Þetta hefur Kolbeinn að segja í dag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. maí 2019 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera góður taktur í Kolbeini Sigþórssyni, framherja AIK í Svíþjóð þessa dagana. Stutt er í að framherjinn byrji að spila.

Mánuður er síðan að Kolbeinn samdi vð AIK, hann hefur síðan þá æft að krafti. Til að koma sér í form og geta hafið leik.

Kolbeinn Sigþórsson: Mótlætið og nýtt upphaf – ,,Ég kem sterkari út úr þessu“

Kolbeinn hafði ekki spilað í fleiri mánuði með Nantes í Frakklandi, ef Kolbeinn kemst á flug er um að ræða frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið.

„Ég er að komast á þann stað sem ég vil vera á,“ sagði Kolbeinn.

Komist Kolbeinn á flug á næstu vikum, er um að ræða frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið. Liðið mætir Albaníu og Tyrklandi í júní, þar verður Alfreð Finnbogason, öflugasti framherji liðsins. Ekki með vegna meiðsla.

Kolbeinn var algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu til ársins 2016, Erik Hamren hefur dásamað Kolbein og vonast til að hafa hann í hópnum í sumar. ,,Ég hugsaði auðvitað um landsliðið þegar ég ákvað að skrifa undr hérna, ég taldi þetta vera rétt skref með það í huga. Ég er að stefna að því að komast í toppform til að geta verið með í sumar. Ég taldi það frábæran möguleika með því að koma hingað, vonandi kemst ég í gang og get verið með landsliðinu í sumar.“

Framherjinn getur ekki beðið eftir því að reim á sig markaskóna á nýjan leik. ,,Það er það sem maður hefur beðið eftir, að komast aftur út á völl. Ég tek þetta viku fyrir viku núna, byggi mig upp og get vonandi byrjað að spila eftir mánuð eða tvo,“ sagði Kolbeinn þegar hann skrifaði undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af