fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019
433Sport

Njarðvík minnist Gísla Fowler sem var myrtur í Noregi: ,,Var góður dómari og menn komust ekki upp með neitt múður“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. maí 2019 12:00

Gísli Þór Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Þór Þórarinsson, var myrtur í Noregi undir lok síðasta mánaðar. Mikið hefur verið fjallað um málið en bróðir hans er grunaður verknaðinn.

Gísli þekktu margir sem voru tengdir fótboltanum á Íslandi, hann var Njarðvíkingur en einng harður stuðningsmaður Liverpool.

Á Twitter hét hann Gísli Fowler og var virkur i því að ræða fótboltann hér heima og erlendis. Njarðvík skrifar fallegan pistil um Gísla í dag, sem lesa má hér að neðan.

Pistill af heimasíðu Njarðvíkur:
Það voru hörmulegar fréttir sem bárust frá Noregi laugardagsmorguninn 29. apríl sl. Að vinur okkar og félagi Gísli Þór Þórarinsson hefði látist þá um nóttina.

Gísli Þór var í stórum hópi drengja fæddum 1978, sem hófu ungir að æfa fótbolta hjá Njarðvík og nokkrir þeirra náði alla leið í meistaraflokk. Gísli Þór einn af þeim. Hann lék rúmlega áttatíu leiki með meistaraflokki Njarðvíkur á árunum 1996 til 2002. Þá lék hann einnig fjölmarga leiki með Reyni Sandgerði. Hann spilaði ekki bara fótbolta hjá Njarðvík, heldur var hann virkur á ýmsum vígstöðum. Hann sá m.a. um heimasíðuna á fyrstu árum umfn.is, gaf út „Boltabríkina“ á leikjum meistaraflokks og skemmti sér vel þegar skrif hans hittu í mark einhverstaðar. Oftsinnis svo um munaði. Eitt það eftirminnilegasta sem hann tók sér fyrir hendur var stuttmyndin „Auga dýrsins“, þar sem hann fékk nokkra leikmenn og félagsmenn til að leika í. Þá virkjaði hann einnig nokkra leikmenn í hljómsveitina Geisla. Hann kom að þjálfun yngri flokka, var kynnir og DJ á leikjum og sinnti einnig dómgæslu. Gísli Þór var góður dómari og menn komust ekki upp með neitt múður í leikjum hjá honum.

Við sem vorum samtímamenn hans hjá Njarðvík, minnumst hans sem góðs og skemmtilegs félaga. Síðustu daga höfum við margir minnst skemmtilegra atvika og uppátækja frá þeim tíma. Eitt af þeim var nú þessi „dýrkun“ hans á Robbie Fowler, fyrrum leikmanns Liverpool. Enda hafa eflaust margir haldið að hann hafi heitið Gísli Fowler!

Knattspyrnudeild Njarðvíkur þakkar Gísla Þór fyrir hans tíma og störf fyrir deildinna og sendir innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda hans og vina.

Minningin um góðan dreng lifir,

hvíl í friði Gísli Þór Þórarinsson.

Gísli í baráttunni með Njarðvík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta eru launin sem Lampard fær hjá Chelsea

Þetta eru launin sem Lampard fær hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mourinho vill ekki starfið: „Ekki í eðli mínu að taka við liði sem vill vera í níunda sæti“

Mourinho vill ekki starfið: „Ekki í eðli mínu að taka við liði sem vill vera í níunda sæti“
433Sport
Í gær

Gísli Eyjólfsson snýr aftur heim: Löglegur fyrir stórleikinn

Gísli Eyjólfsson snýr aftur heim: Löglegur fyrir stórleikinn
433Sport
Í gær

Pamela Anderson í sárum: Segir frá grófu framhjáhaldi kærastans – „Hann er skrímsli“

Pamela Anderson í sárum: Segir frá grófu framhjáhaldi kærastans – „Hann er skrímsli“
433Sport
Í gær

Neymar sagður hafa náð samkomulagi við Börsunga: Launin lækka um 1,4 milljarð á ári

Neymar sagður hafa náð samkomulagi við Börsunga: Launin lækka um 1,4 milljarð á ári
433Sport
Í gær

Patrik skrifaði undir nýjan og betri samnig við Brentford

Patrik skrifaði undir nýjan og betri samnig við Brentford