fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
433Sport

Hannes segir þetta uppspuna: Hann og fleiri hafa ekkert með mál Gary Martin að gera

Victor Pálsson
Föstudaginn 17. maí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur vann sinn fyrsta deildarleik í Pepsi Max-deild karla í gær er liðið vann Fylki 1-0 á útivelli.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Orri Sigurður Ómarsson fyrir þá rauðu snemma í fyrri hálfleik.

Gary Martin var ekki í leikmannahópi Vals í leiknum en honum var tjáð að hann gæti fundið sér nýtt lið á dögunum.

Rætt var um mál Gary í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær og var greint frá því að leikmenn væru ósáttir við hegðun framherjans sem samdi fyrir tímabilið.

Talað var um að leikmenn á borð við Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson og Bjarni Ólafur Eiríksson væru ósáttir við framkomu Gary.

Hannes var spurður út í málið í samtali við Morgunblaðið í gær eftir sigur liðsins á Fylki á Wurth vellinum.

,,Það eina sem ég vil segja um þetta mál er þessi umræða þar sem mitt nafn, Birk­is Más og Bjarna hef­ur verið dregið inn í þetta er al­gjör þvæla og upp­spuni frá rót­um. Annað hef ég ekki um málið að segja,“ sagði Hannes við Guðmund Hilmarsson.

Gary fékk ekki að mæta á æfingu hjá Val fyrir leikinn í gær og er framtíð hans því í mikilli óvissu.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, íhugar að leyfa Gary að mæta á ný en það verður að koma í ljós á næstu dögum. Félagaskiptaglugginn á Íslandi er nú lokaður.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

De Gea lagði 28 milljónir inn á Rauða krossinn: Sjö hafa látið

De Gea lagði 28 milljónir inn á Rauða krossinn: Sjö hafa látið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

18 ára leikmaður Chelsea þénar nú 28 milljónir á viku

18 ára leikmaður Chelsea þénar nú 28 milljónir á viku
433Sport
Í gær

Greenwood hetja United – Ótrúleg úrslit í Þýskalandi og Hörður fékk skell

Greenwood hetja United – Ótrúleg úrslit í Þýskalandi og Hörður fékk skell
433Sport
Í gær

Dæmdur í fangelsi fyrir hrottalega árás – Fékk samning um leið og hann losnaði

Dæmdur í fangelsi fyrir hrottalega árás – Fékk samning um leið og hann losnaði
433Sport
Í gær

Opnar á að nýjasta stjarnan fari til United: Þrátt fyrir allt sem gekk á

Opnar á að nýjasta stjarnan fari til United: Þrátt fyrir allt sem gekk á
433Sport
Í gær

Lið ársins í Pepsi Max-deild karla: Sjö koma úr liði Íslandsmeistaranna

Lið ársins í Pepsi Max-deild karla: Sjö koma úr liði Íslandsmeistaranna
433Sport
Í gær

Knattspyrnumaður myrtur í Amsterdam í gær

Knattspyrnumaður myrtur í Amsterdam í gær
433Sport
Í gær

Kristján hefur lengi starfað í faginu: Hælbeinið farið að vera til vandræða – „Af­leiðing­arn­ar geta verið al­var­leg­ar“

Kristján hefur lengi starfað í faginu: Hælbeinið farið að vera til vandræða – „Af­leiðing­arn­ar geta verið al­var­leg­ar“