fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
433Sport

Of dýr fyrir Svíana og vill ekki aftur til Rússlands: ,,Vonandi breyttir tímar hjá mér með landsliðinu“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. maí 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, hefur slegið í gegn í Svíþjóð á síðustu vikum. Viðar var í klípu í Rússlandi og fékk fá tækifæri hjá Rostov. Sökum þess var hann lánaður til Hammarby í Svíþjóð og er byrjaður að raða inn mörkum þar. Lánsdvöl hans tekur enda innan tíðar og búist er við að hann verði seldur í sumar.

„Ég vissi þegar ég kom hingað að það gæti tekið mig smá tíma að komast í leikæfingu, finna rétta taktinn. Ég hafði ekkert spilað af viti í nokkra mánuði. Eftir smá tíma, fann ég þetta smella. Það er byrjað að ganga vel, liðinu fór líka að ganga betur. Við höfum spilað vel og það hefur komið mér á óvart hversu mikil gæði eru í þessu liði. Ég passa vel inn í leikstíl liðsins og ég nýt þess að vera hérna,“ sagði Viðar þegar blaðamaður ræddi við hann í vikunni. Viðar var þá staddur í hótelíbúð sem hann leigir í Stokkhólmi, þann stutta tíma sem hann býr í borginni.

Hammarby hefur náð flugi á síðustu vikum og er í öðru sæti, með jafnmörg stig og topplið Malmö. „Við vorum í upphafi að gera jafntefli og tapa gegn liðum sem við eigum ekki að missa stig gegn. Það vantaði sjálfstraust í liðið. Eftir að það kom þá hefur þetta farið að ganga vel, ég held að það sé klárt að Hammarby mun berjast á toppi deildarinnar allt til loka tímabils. Gæðin eru til staðar.“

Seldur frá Rússlandi í sumar
Viðar er áfram samningsbundinn Rostov í Rússlandi og býst við að félagið selji hann í sumar. Hammarby hefur hins vegar ekki efni á að kaupa hann. „Samningurinn hérna er til 15. júlí, planið í byrjun var að vera þangað til. Rostov taldi það góðan tíma til að koma til baka svo félagið geti selt mig. Þetta hefur gengið nákvæmlega eins og ég hafði vonast eftir, sjálfstraustið er í botni. Ég á ekki von á því að vera hérna lengur en það, Rostov vill selja mig. Þeir töldu þetta góðan glugga til þess í stað þess að ég spilaði lítið hjá þeim.“

,,Það er alltaf eitthvað í gangi, það gæti eitthvað gerst á næstunni. Hammarby gæti reynt að framlengja lánið, ég held að Rostov vilji það samt ekki. Ég ætla að halda áfram á sömu braut hérna, svo sé ég hvað kemur upp. Ef liðið er á toppnum 15. júlí þá verður mjög erfitt að kveðja. Hammarby hefur sagt í einhverjum viðtölum að liðið ætli að reyna að halda mér. Rostov vill svipaða upphæð og félagið borgaði fyrir mig, það væri brjálæði fyrir lið í Svíþjóð að borga slíka upphæð.“

Tímaeyðsla að snúa aftur
Sama hverju Rostov lofar, þá hefur Viðar ekki áhuga á að snúa þangað aftur. Lífið reyndist honum erfitt hjá félaginu. „Ef þeir breyta engu, ef sami þjálfari verður, þá er ég bara að eyða tíma í vitleysu. Ef þeir myndu lofa mér spilatíma, þá treysti ég því varlega. Þeir hafa lofað slíku áður, það var ekki mikið traustið sem maður fékk frá þjálfaranum. Svo held ég að það henti mér bara illa að spila svona fótbolta, ég held að það sé ekki fyrir marga framherja. Það myndi ekki gera mér gott að fara þangað aftur.“

Fær stórt tækifæri í næstu landsleikjum
Ef allt helst óbreytt ætti Viðar að leika stórt hlutverk í næsta verkefni landsliðsins, en liðið mætir Tyrklandi og Albaníu í júní. Alfreð Finnbogason verður ekki með vegna meiðsla. Það gæti orðið til þess að Viðar byrji en hann skoraði gegn Andorra í mars. „Ég er mjög gíraður, sjálfstraustið er á uppleið. Mér líður rosalega vel innan vallar, ég spila alla leiki. Ég veit að lykilmenn í fremstu víglínu eru meiddir, þetta er ekkert smá mikilvægir leikur. Ef ég held áfram að spila vel þá vonast ég eftir því að fá að spila. Þetta eru virkilega mikilvægir leikir.“

Viðar vonar að hann nýti sín tækifæri, hann hefur oft fengið lítið traust hjá landsliðinu. Erik Hamren hefur hins vegar mikla trú á honum. „Ég held ég komi með meira sjálfstraust inn í þetta verkefni en önnur, það er tvennt ólíkt að skora í æfingarleik en alvöru landsleik. Það gaf mér kraft, það gengur líka vel hjá félagsliðinu núna. Ég kem annar inn í þetta verkefni en ef ég hefði spilað minna. Þetta hefur allt áhrif, vonandi eru breyttir tímar hjá mér með landsliðinu. Ég ætla að reyna að byggja á síðasta verkefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Biðst afsökunar: Sagðist hafa tognað við að dúndra mömmu hans

Biðst afsökunar: Sagðist hafa tognað við að dúndra mömmu hans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pukki æðið nær hæstu hæðum: Forseti Frakklands fékk treyju hans í gjöf

Pukki æðið nær hæstu hæðum: Forseti Frakklands fékk treyju hans í gjöf
433Sport
Í gær

PSG fór illa með Real Madrid – Endurkoma Atletico gegn Juventus

PSG fór illa með Real Madrid – Endurkoma Atletico gegn Juventus
433Sport
Í gær

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“
433Sport
Í gær

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun
433Sport
Í gær

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“