fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Horfði á sig sem ‘íslenska Beckham’: Fékk viðvörun frá Audda Blö – ,,Vil ekki hræða þig en foreldrar mínir voru gift í 20 ár“

433
Laugardaginn 21. mars 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Auðunn Blöndal hefur gert frábæra þætti um íslenska atvinnumenn í íþróttum, þriðja þáttaröð var að klárast á Stöð2 og fékk hún frábær viðbrögð. Fyrsta þáttaröðin var afar áhugaverð og á næstu dögum, ætlum við að rifja upp bestu bitana úr þessum frábær þáttum, sem einn besti sjónvarpsmaður í sögu Íslands, Auðunn Blöndal hefur stýrt.

Grétar Rafn Steinsson var lengi einn af okkar bestu knattspyrnumönnum en hann var í atvinnumennsku frá 2004 til 2013. Grétar er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Bolton Wanderers en hann lék með liðinu í ensku úrvalsdeildinni frá 2008 til 2012.

Grétar var á þessum tíma giftur fyrirsætunni Manúelu Ósk Harðardóttur en þau eru skilin í dag. Það samband var á milli tannanna á fólki hér heima en þau þóttu lifa ansi góðu lífi og var Grétar yfir sig ástfanginn.

Grétar ræddi atvinnumannalífið í þættinum en það eru ófáir sem vilja komast á þann stað sem hann var á í mörg ár. Grétar og Manúela bjuggu saman í risastórri íbúð í Bolton og fengu sér sæti með Auðunni.

,,Fótboltalega séð er ég að lifa drauminn og þegar maður er yngri þá er maður kannski ekki mikið að pæla í lífinu í kringum fótboltann,“ sagði Grétar.

,,Þetta er miklu erfiðara en ég hélt, meiri keppni, pólitík og sálfræði í kringum þetta en bara fótbolti.“

,,Við erum ekki með fjölskyldur okkar hjá okkur og vinirnir eru á Íslandi svo við þurfum að vera sterk saman og vera bestu vinir eins og við erum.“

Það var mikið fjallað um samband þeirra hjóna og voru þau aldrei langt frá slúðurblöðunum.

Manúela segir að ýmislegt hafi verið uppspuni á þessum tíma sem fór aðeins í taugarnar á parinu. ,,Það sem fer mest í taugarnar á okkur þegar eitthvað er búið til.“

,,Eins og þegar ég var í Trafford Center og Katie Price var að árita eitthvað. Ég var inni í Debenhams og sá hana bara. Þá kom það í Séð og Heyrt að ég hefði verið í London með Katie Price.

Grétar bætir við: ,,Við hendum þessu yfir okkur pínulítið sjálf líka, við erum í fótbolta og hún hafði sinn feril áður en við hittumst.“

,,Við bjóðum upp á þetta með því að flytja bílinn heim. Við gerum bara það sem við viljum og ef fólk vill fjalla um það þá gera þau það bara.“

Eins og flestir vita þá er íslenska landsliðið í knattspyrnu á hátindi sínum í dag en undanfarin ár hafa verið frábær. Á þessum tíma var gengið þó alls ekki eins gott þrátt fyrir að margir atvinumenn hafi spilað í stærstu deildum Evrópu. Auðunn spurði Grétar út í slæmt gengi landsliðsins og hans skoðun á hinum umdeilda Laugardalsvelli.

,,Það er svo rosalega mikið sem þarf að ganga upp. Svo erum við kannski ekki allir að spila á sama tíma,“

,,Við erum með leikmenn í Skandinavíu sem spila yfir sumarið og svo aðrir sem spila yfir veturinn.“

,,Grasið er fínt en það væri hægt að mynda betri stemningu ef það væri engin hlaupabraut og að ef þessi stúka sem var byggð væri nær vellinum. Við hefðum getað lokað vellinum eða byggt nýjan völl.“

Auðunn ræddi svo svið Ray Hoffan sem var yfirnjósnari Bolton á þessum tíma og sá um að koma honum til félagsins. Það var ekkert grín að eiga við Grétar sem horfði á sig sem hinn íslenska David Beckham.

,,Hann kom hingað og við fórum með hann á skrifstofuna og spurðum hvað hann þyrfti.“

,,Hann svaraði: ‘Hús, íbúð fyrir ömmu, sundlaug, íþróttasal.’ Ég hugsaði með mér: Jesús minn.’

,,Ég spurði undir hvaða nafni fólk þekkti hann. Hann svaraði: ‘Becks, veistu ekki hver ég er?’

,,Ég sagði Grétar Steinsson og hann sagði já en að á Íslandi þá væri hann David Beckham. Þetta er sönn saga!“

Grétar var þó vinsæll í leikmannahópnum og talaði fyrirliðinn Kevin Nolan afar vel um okkar mann.

,,Hann hefur verið frábær síðan hann kom. Hann hefur staðið sig vel og aðlagast mjög vel. Við njótum þess að hafa hann.“

,,Hann þarf að halda áfram að bæta sinn leik, hann hefur gert vel síðan hann kom og ef hann heldur þessu áfram þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að hann semji við stærra lið.“

Stærsta málið í þessu öllu saman var í raun samband Grétars og Manúelu og þá sérstaklega þegar allt lék í lyndi. Eins og frægt er þá keyrði Manúela um á Range Rover bifreið sem var merkt með hennar nafni framan á. Ekki nóg með það heldur fékk Grétar sér húðflúr á hendina þar sem mátti sjá nafn eiginkonunnar.

Það var ákvörðun sem Auðunn var ekki of hrifinn af á þessum tíma og varaði hann Grétar við. Hvað ef allt færi úrskeiðis?

,,Þetta ert þú og konan. Hérna stendur Manúela. Hvað gerirðu ef þið hættið saman? Skítur skeður! Ætlarðu þá að krota yfir þetta?“ sagði Auðunn við Grétar.

,,Ég vil ekkert vera að hræða þig en foreldrar mínir voru gift í 20 ár og þau eru skilin í dag. Þetta er áhætta!“

Grétar sá alls ekki eftir þessari ákvörðun á þessum tíma og var viss um að sambandið myndi endast í mörg, mörg ár. ,,Nei, nei þetta er allt í góðu. Maður gerir þetta ekki nema að vera með allt planað og og hundrað prósent.“

Eins og kom fram eru þau skilin í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð