fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433Sport

Beckham var hræddur við að sýna nýja greiðsluna: ,,Hann skipaði mér að raka þetta af“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United var ekki þekktur fyrir að leyfa leikmönnum að komast upp með neitt, hann vildi helst hafa þá í svörtum takkaskóm og kunni illa við hárgreiðslur sem vöktu athygli.

Þessu fékk David Beckham að kynnast árið 2000, þegar hann hafði rakað á sig hanakamb. Ferguson skipaði honum að raka hann af í hvelli, þegar hann loks sá hann.

Atvikið átti sér stað árið 2000, í klefanum á Wembley fyrir leik gegn Chelsea um Samfélagsskjöldinn.

,,Ég labbaði inn í klefa, hann hafði ekki séð hann. Ég var of hræddur að sýna honum þetta,“ sagði Beckham um málið.

,,Ég hafði farið á æfingu með húfu, ég fór á hótelið með húfu, borðaði kvöldmat með húfu og morgunmat líka. Í rútunni á leið á völlinn setti ég upp húfuna.“

,,Ég fór síðan að gera mig kláran í leikinn, hann sá greiðsluna og sagði mér að raka þetta af.“

,,Ég glotti, hann sagði mér að honum væri alvara. Skipaði mér að raka þetta af, ég varð að finna græjur í það. Ég rakaði hárið af á Wembley.“

Beckham mætti því til leiks sköllóttur eftir skipun Ferguson.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu krakkann sem spilaði fyrir aðallið Celtic í dag: ,,Hversu gamall er hann? Hvað er í gangi?“

Sjáðu krakkann sem spilaði fyrir aðallið Celtic í dag: ,,Hversu gamall er hann? Hvað er í gangi?“
433Sport
Í gær

Hélt magnaða ræðu fyrir tapliðið – Fór beint inn í klefann

Hélt magnaða ræðu fyrir tapliðið – Fór beint inn í klefann
433Sport
Í gær

Reif sig úr treyjunni og var refsað: Faðmaði dómarann

Reif sig úr treyjunni og var refsað: Faðmaði dómarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dúndrað fyrir rútuna og mannorðið í hættu: ,,Þar voru ákveðnir trúðar sem voru að trúðast með honum“

Dúndrað fyrir rútuna og mannorðið í hættu: ,,Þar voru ákveðnir trúðar sem voru að trúðast með honum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Átti frábært tímabil en fær ekki að fara með: Eiginkonan undrandi

Átti frábært tímabil en fær ekki að fara með: Eiginkonan undrandi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Njarðvík minnist Gísla Fowler sem var myrtur í Noregi: ,,Var góður dómari og menn komust ekki upp með neitt múður“

Njarðvík minnist Gísla Fowler sem var myrtur í Noregi: ,,Var góður dómari og menn komust ekki upp með neitt múður“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Of dýr fyrir Svíana og vill ekki aftur til Rússlands: ,,Vonandi breyttir tímar hjá mér með landsliðinu“

Of dýr fyrir Svíana og vill ekki aftur til Rússlands: ,,Vonandi breyttir tímar hjá mér með landsliðinu“