fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
433Sport

Beckham var hræddur við að sýna nýja greiðsluna: ,,Hann skipaði mér að raka þetta af“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United var ekki þekktur fyrir að leyfa leikmönnum að komast upp með neitt, hann vildi helst hafa þá í svörtum takkaskóm og kunni illa við hárgreiðslur sem vöktu athygli.

Þessu fékk David Beckham að kynnast árið 2000, þegar hann hafði rakað á sig hanakamb. Ferguson skipaði honum að raka hann af í hvelli, þegar hann loks sá hann.

Atvikið átti sér stað árið 2000, í klefanum á Wembley fyrir leik gegn Chelsea um Samfélagsskjöldinn.

,,Ég labbaði inn í klefa, hann hafði ekki séð hann. Ég var of hræddur að sýna honum þetta,“ sagði Beckham um málið.

,,Ég hafði farið á æfingu með húfu, ég fór á hótelið með húfu, borðaði kvöldmat með húfu og morgunmat líka. Í rútunni á leið á völlinn setti ég upp húfuna.“

,,Ég fór síðan að gera mig kláran í leikinn, hann sá greiðsluna og sagði mér að raka þetta af.“

,,Ég glotti, hann sagði mér að honum væri alvara. Skipaði mér að raka þetta af, ég varð að finna græjur í það. Ég rakaði hárið af á Wembley.“

Beckham mætti því til leiks sköllóttur eftir skipun Ferguson.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Ummælin sem komu Messi í vandræði: Gæti fengið tveggja ára bann

Ummælin sem komu Messi í vandræði: Gæti fengið tveggja ára bann
433Sport
Í gær

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Juventus má ekki heita Juventus: Búið að finna lausn

Juventus má ekki heita Juventus: Búið að finna lausn
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndina: Ný treyja Englandsmeistarana fær mikla gagnrýni

Sjáðu myndina: Ný treyja Englandsmeistarana fær mikla gagnrýni