fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Stjarnan hafnaði boði Vals um að skipta á Gary Martin og Guðmundi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hafði samband við Stjörnuna og vildi skipta á Gary Martin framherja liðsins og Guðmundi Steini Hafsteinssyni framherja Stjörnunnar. Þetta herma heimildir 433.is.

Stjarnan hafnaði þessu boði, félagið vill ekki missa Guðmund Stein, þó annar framherji myndi koma í hans stað, í þessu tilfelli Gary Martin. Guðmundur Steinn ólst upp í Val en fer ekki frá Stjörnunni.

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals segir við Vísir.is fyrr í dag, að Valur hafi ekki verið að reyna að losa Gary. Þó hann megi fara, félagið hefur samt boðið Stjörnunni og fleiri liðum að fá hann í skiptum fyrir aðra leikmenn. „Staðan er sú sama. Hann er hjá Val og allt í góðu. Við erum ekkert að reyna að losna við hann og höfum ekkert verið að gera það,“ sagði Börkur við Vísir.is.

Meira:
Gary Martin í áfalli: Leikmenn Vals trúa ekki hvað er í gangi – ,,Valur hefur sett mig í mjög erfiða stöðu“

Valur hefur hug á að losa sig við Gary Martin, þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals við 433.s í gær. Sú staðreynd hefur vakið gríðarlega athygli, enda kom Gary til Vals í janúar. Þá horfðu allir bjartir til framtíðar á samstarfið, og fékk Gary þriggja ára samning.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar í kvöld og er líklegt að Valur kræki í framherja áður en glugginn lokar, Gary Martin ætlar hins vegar ekki að fara.

Meira:
Eru þetta ástæðurnar fyrir því að Valur vill Gary Martin burt? – ,,Eins og að giftast alkóhólista og sækja svo um skilnað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“