fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
433Sport

Óli K: Hann sagði eitthvað ósæmandi að mati Péturs dómara

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 21:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson þjálfari FH, viðurkennir að sínir menn hafi átt skilið að tapa leik kvöldsins gegn ÍA.

ÍA fékk FH í heimsókn í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla og hafði betur, 2-0 á Akranesi.

,,Við fáum á okkur mark mjög snemma og Skagamenn gera það vel á 3 eða 4 mínútu,“ sagði Ólafur við Stöð 2 Sport.

,,Boltinn fer beint í hendurnar á Árna og það kemur Skagamönnum í góða stöðu. Við náðum ekki að herja á þá nógu vel til að jafna.“

,,Svo þegar við vorum að reyna það þá skora þeir annað. Þeir voru betri í þeirra gameplani og þeir unnu þennan leik verðskuldað.“

Pétur Viðarsson fékk beint rautt spjald í síðari hálfleik en hann talaði illa til aðstoðardómara leiksins og spurði hvort hann væri ‘fokking þroskaheftur’.

,,Mér skilst að þetta hafi verið eitthvað ósæmandi að mati Péturs dómara en það er ómögulegt fyrir mig að segja hvað það var. Ég treysti því að sú ákvörðun hafi verið rétt.“

,,Við mættum ekki illa til leiks, við vissum að þeir væru góðir í skyndisóknum og við gefum beint á markmanninn. Við þurfum að laga það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessir þénuðu mest á Instagram á meðan kórónuveiran lokaði öllu

Þessir þénuðu mest á Instagram á meðan kórónuveiran lokaði öllu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“
433Sport
Í gær

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans
433Sport
Í gær

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“