fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433Sport

Leeds ekki í ensku úrvalsdeildina: Frank Lampard og félagar á Wembley

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 20:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds 2-4 Derby (3-4)
1-0 Stuart Dallas(24′)
1-1 Jack Marriott(45′)
1-2 Mason Mount(46′)
1-3 Harry Wilson(víti, 58′)
2-3 Stuart Dallas(62′)
2-4 Jack Marriott(85′)

Það eru Aston Villa og Derby County sem munu eigast við í úrslitaleiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta varð ljóst í kvöld eftir frábæran 4-2 sigur Derby á Leeds á útivelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum í undanúrslitum, 1-0.

Derby lenti undir í seinni leiknum í kvöld en Stuart Dallas kom Leeds yfir á 24. mínútu leiksins og útlitið bjart fyrir heimamenn.

Derby sneri þá leiknum sér í vil og skoraði þrjú mörk og var staðan orðin 3-1 eftir 58 mínútur.

Dallas bætti við sínu öðru marki á 62. mínútu áður en Gaetano Berardi fékk svo sitt annað gula spjald á 78. mínútu og Leeds manni færri.

Jack Marriott kláraði svo leikinn endanlega fyrir Derby á 85. mínútu leiksins og sá til þess að liðið þyrfti ekki að fara í framlengingu.

Villa vann sigur á West Brom í vítaspyrnukeppni í gær og mun leika við Derby í úrslitaleiknum um laust sæti í efstu deild.

Þess má geta að 11 gul spjöld fóru á loft í leik kvöldsins en Scott Malone fékk einnig rautt hjá Derby á 91. mínútu leiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu krakkann sem spilaði fyrir aðallið Celtic í dag: ,,Hversu gamall er hann? Hvað er í gangi?“

Sjáðu krakkann sem spilaði fyrir aðallið Celtic í dag: ,,Hversu gamall er hann? Hvað er í gangi?“
433Sport
Í gær

Hélt magnaða ræðu fyrir tapliðið – Fór beint inn í klefann

Hélt magnaða ræðu fyrir tapliðið – Fór beint inn í klefann
433Sport
Í gær

Reif sig úr treyjunni og var refsað: Faðmaði dómarann

Reif sig úr treyjunni og var refsað: Faðmaði dómarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dúndrað fyrir rútuna og mannorðið í hættu: ,,Þar voru ákveðnir trúðar sem voru að trúðast með honum“

Dúndrað fyrir rútuna og mannorðið í hættu: ,,Þar voru ákveðnir trúðar sem voru að trúðast með honum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Átti frábært tímabil en fær ekki að fara með: Eiginkonan undrandi

Átti frábært tímabil en fær ekki að fara með: Eiginkonan undrandi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Njarðvík minnist Gísla Fowler sem var myrtur í Noregi: ,,Var góður dómari og menn komust ekki upp með neitt múður“

Njarðvík minnist Gísla Fowler sem var myrtur í Noregi: ,,Var góður dómari og menn komust ekki upp með neitt múður“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Of dýr fyrir Svíana og vill ekki aftur til Rússlands: ,,Vonandi breyttir tímar hjá mér með landsliðinu“

Of dýr fyrir Svíana og vill ekki aftur til Rússlands: ,,Vonandi breyttir tímar hjá mér með landsliðinu“