fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |
433Sport

Ólafur Ingi hjólaði í Helga Mikael: ,,Skil ekki hvað hið ágæta fólk hjá KSÍ er að gera“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. maí 2019 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Fylkis hjólaði í Helga Mikael Jónasson, dómarinn í leik KR og Fylkis í gær. Þetta gerði hann á Stöð2Sport.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Helgi flautaði mikið í leiknum, lítið flæði komst í spilið.

„Mér fannst dómarinn hræðilega slakur í dag og það á bæði lið. Mér fannst hann missa tökin á þessu,“ sagði Ólafur Ingi við Stöð2Sport eftir leikinn í Pepsi Max-deildinni.

Þetta er ekki fyrsti leikurinn sem Helgi dæmir hjá liðunum í ár.

„Hann dæmdi tvo leiki hjá þessum liðum í Reykjavíkurmótinu og hafði engin tök á leiknum. Ég skil því ekki hvað hið ágæta fólk hjá KSÍ er að gera með því að setja hann á þennan leik. Hann dæmdi illa á bæði lið og það hafði ekki áhrif á úrslitin.“

Viðtalið er hér að neðan.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Plús og mínus: Skammarleg hegðun Elfars – Verðskuldað rautt og fáránleg viðbrögð

Plús og mínus: Skammarleg hegðun Elfars – Verðskuldað rautt og fáránleg viðbrögð
433Sport
Í gær

Sjáðu sturlað aukaspyrnumark Óttars gegn Blikum

Sjáðu sturlað aukaspyrnumark Óttars gegn Blikum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefði átt að endurtaka vítaspyrnuna sem tryggði Liverpool bikarinn?

Hefði átt að endurtaka vítaspyrnuna sem tryggði Liverpool bikarinn?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frank dregur í land: Sagði það heimskulegt að konu myndu þéna það sama og karlar

Frank dregur í land: Sagði það heimskulegt að konu myndu þéna það sama og karlar