fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Pálmi og félagar tóku á sig sameiginlega launalækkun: ,,Það var þessi hugsunarháttur að allt sé hægt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. maí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Pálmi Rafn Pálmason, hann hefur átt áhugaverðan feril, strákurinn frá Húsavík upplifði draumalífið í sjö ár. Hann hefur spilað fyrir KA, Val og KR.

Hann hefur tvisvar upplifað það að félag hans í atvinnumennsku var á barmi gjaldþrots, hann er einn besti leikmaður í efstu deild á Íslandi frá aldamótum.

Pálmi var hluti af liði Stabæk í Noregi árið 2009 er liðið lenti í miklum fjárhagserfiðleikum.

Gengi liðsins versnaði eftir að nokkrir leikmenn höfðu leitað annað en það þurfti að minnka hópinn.

Fjárhagsvandræðin voru mikil og þurftu Pálmi og félagar að taka á sig sameiginlega launalækkun á einum tímapunkti.

,,Það voru menn sem þurftu að fara og hópurinn minnkaði og veiktist. Tímabilið 2010 var erfitt,“ sagði Pálmi.

,,Það var þessi hugsunarháttur hjá Stabæk að það sé allt hægt. Þeir eru alltaf með risastórar hugmyndir og við björguðum okkur þarna 2010.“

,,Það voru alltaf sífeldar launaumræður og þetta var virkilega erfitt en það bjargaðist fyrir horn.“

,,2011 tímabilið var ágætt en það var orðið erfitt að borga laun og þeir þurftu að gera margar breytingar.“

,,Það var ekki oft sem maður fékk ekki laun á réttum tíma en á einum tímapunkti vorum við beðnir um það að taka á okkur launalækkun sem við gerðum. Við stóðum saman í því og það var týpískt fyrir liðið og þennan klúbb.“

,,Það var alltaf góður dialog á milli og þetta fór aldrei í þann pakka að þetta bitnaði þannig séð á frammistöðunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði