fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Pálmi fékk hárblásarann frá Willum: ,,Ég var vel pirraður út í hann“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. maí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Pálmi Rafn Pálmason, hann hefur átt áhugaverðan feril, strákurinn frá Húsavík upplifði draumalífið í sjö ár. Hann hefur spilað fyrir KA, Val og KR.

Hann hefur tvisvar upplifað það að félag hans í atvinnumennsku var á barmi gjaldþrots, hann er einn besti leikmaður í efstu deild á Íslandi frá aldamótum.

Pálmi spilaði undir stjórn Willums Þórs Þórssonar hjá Val á sínum tíma en hann lék með liðinu frá 2006 til 2008.

Þar stóð Pálmi sig virkilega vel og var svo farinn í atvinnumennsku til Stabæk stuttu seinna.

Pálmi segir að það hafi verið mikil lífsreynsla að vinna með Willum sem þykir vera ansi litríkur karakter.

,,Það var mjög gaman að spila fyrir hann. Það var mikil upplifun. Ég var einstaklega heppinn með Todda fyrst og síðan Willum,“ sagði Pálmi.

,,Það var lífsreynsla að vera undir stjórn Willums. Á æfingum var hann ósjaldan með sem var óþolandi fyrir okkur hina því æfingin var ekki búin fyrr en hans lið var komið yfir.“

,,Ég fékk góðan hárblásara í 15 mínútur í einum hálfleik á Laugardalsvelli. Hann hjálpaði mér býsna vel og við unnum leikinn í seinni hálfleik.“

,,Það var spark í rassinn. Ég var vel pirraður út í hann og kom reiður út í seinni hálfleikinn sem hjálpaði.“

,,Hann kunni að kveikja í mér og hann gerði það þarna, ég gef honum það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Leikmenn Arsenal í rusli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“
433Sport
Í gær

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga