fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Stuðningsmenn Íslands eru rækjusamlokur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. apríl 2019 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi skoðunargrein birtist í nýjasta tölublaði DV:

Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta, liðið reynir að rífa sig upp af rassgatinu eftir magurt haust. Liðið byrjaði með ágætum í undankeppni EM 2020 og vann fínan sigur á Andorra, en í kjölfarið fylgdi högg gegn Frakklandi. Það kom fáum á óvart að Ísland tapaði gegn Frakklandi, það var kannski frekar hvernig liðið missti hausinn undir lok þess leiks sem olli áhyggjum. Sú samstaða og endalausa barátta sem liðið hefur sýnt á síðustu árum, sást ekki. Nóg um það.

Þetta íslenska landslið hefur frá árinu 2013, fært íslensku þjóðinni ógleymanleg augnablik. Liðið sló varla feilnótu í fimm ár, vissulega töpuðust einhverjir æfingaleikir en hverjum var ekki sama? Liðið náði mögnuðum árangri á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og tveimur árum síðar var liðið komið á Heimsmeistaramótið. Ísland var eitt af 32 bestu landsliðum í heimi, liðið komst á stærsta íþróttamót í heimi. Magnaður árangur, liðið var hársbreidd frá því að gera frábæra hluti á stærsta sviðinu. Það er einstakt afrek fyrir 330 þúsund manna þjóð að komast á þetta mót, langminnsta þjóðin sem hefur afrekað það.

Svo er komið að hinni vanþakklátu þjóð, íslenska þjóðin virðist vera fljót að gleyma. Nú þegar á móti blæs, virðist stuðningurinn hverfa. Margir af þeim sem nutu þess að horfa á velgengni liðsins, ætla ekki að standa með liðinu þegar á móti blæs. Þetta er kallað að vera rækjusamloka, fólk mætir þegar árangurinn sýnir sig en ætlar að láta sig hverfa þegar gefur á skútuna. Þetta sama fólk kepptist við að kaupa miða fyrir um ári. Í dag hefur miðasala á næstu leiki liðsins staðið yfir í nokkrar vikur, langt er frá því að verða uppselt. Nú þegar liðið þarf mest á stuðningi að halda, reynist erfitt að fá stuðning. Lestur á greinum um íslenska landsliðið er komið á svipaðar slóðir og þegar allt var í steik á árum áður. Ekki er komið ár síðan að liðið var á HM og liðið á fína möguleika á að komast á EM 2020. Það veltur hins vegar allt á leikjunum tveimur gegn Tyrklandi og Albaníu í sumar. Því ætla ég að skora á allar rækjusamlokur landsins að tryggja sér miða, og standa með strákunum okkar þegar á móti blæs og snúa skipinu við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals