fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Arnar Þór ráðinn til starfa hjá KSÍ: ,,Good on papers, shit on gras“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 16:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ. Ráðning hans var staðfest á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Arnar gerir tveggja ára samning.

Arnar var fyrr i vetur ráðinn þjálfari U21 árs landsliðs karla, ráðning hans hefur síðan legið í loftinu.

,,Þetta er mikið framfara spor fyrir okkur, við höfum verið að breyta hér háttum þannig. Þjálfarar yngri landslða hafa verið fastráðnir, við viljum sækja fram,“ sagði Guðni.

Arnar hefur áður starfað í Belgíu, nú síðast hjá Lokeren þar sem hann var einnig sem leikmaður á ferli sínum.

,,Ég vil þakka Guðna og Klöru fyrir traustið, ég hef iðulega unnið út frá einni setningu. Good on papers, shit on gras,“ sagði Arnar.

,,Stærsta spurningin hjá öllum, hvað er yfirmaður knattspynumála? Ég held að það séu skiptar skoðanir um hvernig það á að vera. Ég er að fara í tvöfallt starf, er með U21 árs landsliðið. Það er ekki fullt starf, þó það sé hægt að fara endalaust á fótboltaleiki. Það er ekki fullt starf að fylgjast með þeim.“

,,Yfirmaður knattspyrnumála er tvískipt, það sem kemur að sambandinu. Þar er stór vinna, til að viðhalda árangrinum, sem við höfum náð í síðustu ár. Það er mikilvægt að átta sig á því, af hverju við náðum þessum árangri.“

Guðni Bergsson, formaður KSÍ er með þessu að fá sitt stærsta loforð í gegn. Þegar hann var kjörinn fyrst árið 2017, var þetta hans stærsta baráttumál.

Fyrst um sinn var talið að þetta yrði fullt starf en með ráðningu Arnars er ljóst er að starfið er hálft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert