fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019
433Sport

Arnar verður ekki yfirmaður Erik Hamren: ,,Hamren er með fullt forræði á A-landsliðinu“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 17:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ. Ráðning hans var staðfest á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Arnar var fyrr i vetur ráðinn þjálfari U21 árs landsliðs karla, ráðning hans hefur síðan legið í loftinu.

Það er ljóst að vinna Arnars verður mikil, starfið er mikið en hann verður hins vegar ekki yfirmaður Erik Hamren, A-landsliðs þjálfara karla.

,,Það er ekki þannig, í öllum fyrirtækjum er mikilvægt að menn vinni saman. Stærsta verkefnið innan KSÍ, fyrir yfirmann knattspyrnumála. Að endurskipuleggja okkar vinnu, fyrir öll yngri landsliðin. A-landsliðið er eitt á báti, við getum ekki skrifað upp plan að A-landsliðið eigi að spila 4-4-2. Við höfum verið að spila mismunandi kerfi núna með A-landsliðið, ég sem U21 árs þjálfari get ekki spilað 4-3-3 þegar Erik Hamren gerir það og ekki 3-5-2 þegar hann,“ sagði Arnar um málið.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ ítrekað að Arnar væri ekki yfirmaður Hamren.

,,Hamren er með fullt forræði á A-landsliðinu, ef Erik Hamren vill ráðgjöf þá er Arnar til starfar. Þetta er fyrsta skref, þetta er starf í mótun. Arnar hefur sína reynslu frá Evrópu, þetta er teymis vinna. Hann á að vinna með þeim þjálfurum sem fyrir eru. Síðan að vinna með aðildarfélögum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Elías Már hluti af mögnuðum hóp

Elías Már hluti af mögnuðum hóp
433Sport
Í gær

ESPN: Solskjær notar fyrirliðabandið til að reyna að sannfæra Pogba

ESPN: Solskjær notar fyrirliðabandið til að reyna að sannfæra Pogba
433Sport
Í gær

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“
433Sport
Í gær

Þetta eru samningslausir leikmenn á Englandi: Mörg stór nöfn

Þetta eru samningslausir leikmenn á Englandi: Mörg stór nöfn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vandræði Vals halda áfram – Óþarfa spenna hjá KR

Vandræði Vals halda áfram – Óþarfa spenna hjá KR
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hermann reyndi að ýta eigandanum fram af rútunni: ,,Mig langar svo að smassa þig í drasl Auddi“

Hermann reyndi að ýta eigandanum fram af rútunni: ,,Mig langar svo að smassa þig í drasl Auddi“