fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Pressan var of mikil fyrir 16 ára strák sem íhugaði sjálfsmorð: Keypti töflur og sagði þau vera fyrir börnin

433
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Adebayor, fyrrum leikmaður Arsenal, var nálægt því að fremja sjálfsmorð er hann var 16 ára gamall.

Frá þessu greindi Adebayor í dag en hann er 35 ára gamall í dag og geri það gott í Tyrklandi.

Adebayor er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en lék einnig með Manchester City og Tottenham.

Fjölskylda hans var mjög fátæk á sínum tíma er Adebayor var á mála hjá franska liðinu Metz.

,,Þegar ég var 16 ára gamall þá vildi ég bara hjálpa minni fjölskyldu en þau settu mikla pressu á mig. Ég gat ekki höndlað það,“ sagði Adebayor.

,,Þegar fjölskyldan er svona fátæk, þá eru allir meðlimir fátækir og í sömu stöðu. Fólk mun taka byssukúlu fyrir þig. Hins vegar þegar einn skarar fram úr þá er eins og hann skuldi öðrum.“

,,Ég var kannski að fá 3000 pund á mánuði hjá Metz. Fjölskyldan vildi hús sem kostaði 500 þúsund. Félagið var komið með nóg af minni hegðun.“

,,Ég man eftir því að ég sat á rúminu mínu einn daginn og spurði mig hvað ég væri að gera hérna. Að enginn væri ánægður með mig svo hver er tilgangurinn?“

,,Það var apótek fyrir neðan íbúðina mína og ég keypti haug af töflum. Þeir vildu ekki selja mér þetta en ég sagði að töflurnar væru fyrir börn og góðgerðarsamtök í Tógó.“

,,Ég var búinn að drekka allt vatnið og var tilbúinn en svo hringdi ég í besta vin minn. Hann sagði mér að taka því rólega, að það væru hlutir sem ég gæti lifað fyrir.“

,,Hann sagði mér að ég gæti breytt Afríku. Ég hugsaði með mér að hann væri að selja drauma og að ég hefði ekki áhuga. Hann hins vegar kom mér úr þessu skapi.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Pape kallar Björgvin fávita eftir rasísk ummæli hans: Unnsteinn og Logi Pedró tjá sig um málið

Pape kallar Björgvin fávita eftir rasísk ummæli hans: Unnsteinn og Logi Pedró tjá sig um málið
433Sport
Í gær

Barcelona sagt efast: Endar Griezmann í United?

Barcelona sagt efast: Endar Griezmann í United?
433Sport
Í gær

90 mínútur með Ögmundi Kristinssyni: Fundur með Moyes, deilur við þjálfara og vonbrigðin með HM

90 mínútur með Ögmundi Kristinssyni: Fundur með Moyes, deilur við þjálfara og vonbrigðin með HM
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu reiðiskast stjörnu Chelsea: Reifst við leikmenn og þjálfara

Sjáðu reiðiskast stjörnu Chelsea: Reifst við leikmenn og þjálfara