fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
433Sport

Óskar útskýrir af hverju stærstu bitarnir leita annað í dag: ,,Getum ekki gengið að því að æfingin verði haldin“

433
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, settist niður með ritstjóra Krreykjavik í dag eftir æfingu hjá meistaraflokki.

Óskar er fyrirliði KR og er lykilleikmaður í hópnum en liðið hefur leik í Pepsi Max deildinni á laugardaginn.

Óskar kom fyrst til KR árið 2007 og hefur verið þar fyrir utan stutt stopp hjá FC Edmonton í Kanada árið 2015.

Miðjumaðurinn veit það vel að hann á ekki of mikið eftir á ferlinum en er fullur tilhlökkunar fyrir komandi verkefni.

„Það er skrýtið að vera orðinn næstum 35 ára, tíminn hefur liðið hratt. En almennt pæli ég miklu minna í aldri mínum en margir í kringum mig. Mér líður rosalega vel og er í mun betra líkamlegu formi en ég var í fyrra,“ segir Óskar.

„Ég hugsa ekki langt fram í tímann. Núna er að byrja spennandi Íslandsmót, ég er í fínu formi og geri mér vonir um að eiga gott tímabil. Ég er með samning út næsta ár og hugsa ekkert lengra en það.“

,,Ég geri mér þó grein fyrir því að ég verð ekki lykilmaður í KR þegar ég er orðinn fertugur. En ég sé mig ekki fyrir mér í neðri deildunum þegar ég dett úr bolta á hæsta stigi hér á landi, það er að minnsta kosti ekki planið.“


Óskar ræddi svo stöðu KR í dag en önnur lið eru með meira á milli handanna þessa stundina eftir töluverða lægð í Vesturbænum undanfarin ár.

Stærstu bitarnir eru ekki að sækjast eftir því að koma í KR eins og áður og gerir Óskar sér grein fyrir því. Óskar telur að knattspyrnuhöll myndi gera mikið fyrir félagið.

„Það er eflaust rétt að KR hirðir ekki lengur dýrustu bitana á markaðnum. En menn vanda sig meira þegar minni peningar eru til leikmannakaupa.“

„Það er forsenda fyrir því að við þróum þetta lið okkar áfram. Yfir vetrartímann getum við ekki gengið að því vísu að æfingin sem á að vera klukkan fimm á mánudag verði haldin, út af veðri, ólíkt sumum keppinautum okkar sem æfa innandyra á veturna.“

Eins og flestir aðrir leikmenn Pepsi-deildarinnar er fótboltinn ekki það eina sem Óskar stundar á daginn.

Óskar starfar sem bílasali hjá Sparibíll og sinnir því starfi ásamt því að leika og æfa með stórveldinu.

„Sumir leikmenn ná eflaust fullum launum fyrir fótboltann en það er bara ekki viðurkennt í íslenskum kúltúr að hafa fótbolta að aðalstarfi og því sinna flestir öðrum störfum. Þegar menn fara í atvinnumennsku til útlanda þá halda þeir hins vegar oftast bara við fótboltann.“

„Þetta er ekki hefðbundin bílasala heldur sinnum við innflutningi og sölu á bílum,“

,,Ég veit ýmislegt um bíltegundir og hef gaman af bílum en ég veit lítið um hvað er undir húddinu á þeim og kann ekki að gera við.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Voru leikmenn Chelsea að hugsa um fyrrum liðsfélaga?

Voru leikmenn Chelsea að hugsa um fyrrum liðsfélaga?
433Sport
Í gær

Horfir á sama myndbandið á hverju kvöldi: ,,Tók tíma að átta mig á hvað hafði gerst“

Horfir á sama myndbandið á hverju kvöldi: ,,Tók tíma að átta mig á hvað hafði gerst“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir af því þegar stuðningsmaður Liverpool meiddi Adrian

Sjáðu myndir af því þegar stuðningsmaður Liverpool meiddi Adrian
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu varabúning United sem frumsýndur var í dag

Sjáðu varabúning United sem frumsýndur var í dag
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ný stjarna United var miklu nær því að fara í Leeds en talið var

Ný stjarna United var miklu nær því að fara í Leeds en talið var
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt varð vitlaust þegar Hannes fór í brúðkaup Gylfa: Hörður ætlar ekki að mæta í leik vegna brúðkaups

Allt varð vitlaust þegar Hannes fór í brúðkaup Gylfa: Hörður ætlar ekki að mæta í leik vegna brúðkaups
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir Þorvald ekki hafa þorað að tala við Kára: „Hann var ömurlegur og sktíhræddur“

Segir Þorvald ekki hafa þorað að tala við Kára: „Hann var ömurlegur og sktíhræddur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Höddi Magg skaut á Blika og talaði um endalaus vonbrigði: Gunnleifur svaraði honum

Höddi Magg skaut á Blika og talaði um endalaus vonbrigði: Gunnleifur svaraði honum