fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
433Sport

Mun utanríkisráðherra styðja erkifjendur sína í kvöld? – Kokkur Morgunblaðsins gæti fagnað sigri

433
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 08:45

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Hilmarsson, hinn öflugi og reyndi blaðamaður á Morgunblaðinu, stingu niður penna í blaði dagsins. Þar ritar Guðmundur bakvörð um kokkinn sem starfar í mötuneyti Morgunblaðsins.

,,Kristó­fer kokk­ur hér í Há­deg­is­mó­un­um er Eyjamaður og harður stuðnings­maður ÍBV og Li­verpool.
Við Kristó­fer spjöll­um mikið sam­an um bolt­ann þegar ég heim­sæki hann í mat­sal­inn og í einu spjalli okk­ar í haust rædd­um við um slakt gengi Íslands­meist­araliðs ÍBV í hand­bolta,“ skrifar Guðmundur í Morgunblaði dagsins.

Kristófer og Guðmundur tóku veðmál í vetur sem allt stefndi í að Guðmundur myndi vinna. Nú er Kristófer hins vegar í góðum séns.

,,Ég sagði við kokk­inn góða: ,,Jæja Kristó­fer, það er ljóst að ÍBV nær ekki að verja titil­inn í ár.“ Á þess­um tíma­punkti gekk hvorki né rak hjá Eyjaliðinu og sum­ir voru farn­ir að ganga svo langt að spá því falli. Kristó­fer var á allt öðru máli og sagði: ,,Gummi, ertu til í að veðja? Ef ÍBV verður ekki meist­ari í vor læt ég þig fá kassa af bjór en ég fæ kassa frá þér ef ÍBV verður meist­ari.“

ÍBV komst í undanúrslit um helgina með því að pakka FH saman, liðinu sem Guðmundur styður.

,,Ég var fljót­ur að slá til og tók veðmál­inu. Ég taldi víst að ég myndi vinna þetta veðmál og það jafn­vel strax í fe­brú­ar. En nú er staðan orðin allt önn­ur. ÍBV-liðið hef­ur verið á bullandi sigl­ingu og Eyja­kokk­ur­inn tók á móti mér með sóp­inn góða þegar ég gæddi mér á plokk­fisk­in­um í gær. ÍBV sópaði mín­um mönn­um í FH úr leik í átta liða úr­slit­un­um og skæl­bros­andi Kristó­fer er far­inn að sjá bjór­kass­ann í hill­ing­um.“

Kristófer ætlar sér svo að klæðast treyju Manchester United í kvöld, hann vonar að liðið vinni Manchester City, svo að Liverpool verði enskur meistari. Það sama mun utanríkisráðherra gera.

,,Kristó­fer ætl­ar að klæðast Manchester United-treyj­unni í kvöld eins og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra. Þeir eins og fjöl­marg­ir „Púl­ar­ar“ ætla að ger­ast stuðnings­menn United í einn dag, von­ast til þess að liðið taki stig af City í kvöld og þar með ætti leiðin að vera greið að Eng­lands­meist­ara­titl­in­um sem Li­verpool hef­ur ekki unnið í 29 ár!“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Voru leikmenn Chelsea að hugsa um fyrrum liðsfélaga?

Voru leikmenn Chelsea að hugsa um fyrrum liðsfélaga?
433Sport
Í gær

Horfir á sama myndbandið á hverju kvöldi: ,,Tók tíma að átta mig á hvað hafði gerst“

Horfir á sama myndbandið á hverju kvöldi: ,,Tók tíma að átta mig á hvað hafði gerst“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir af því þegar stuðningsmaður Liverpool meiddi Adrian

Sjáðu myndir af því þegar stuðningsmaður Liverpool meiddi Adrian
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu varabúning United sem frumsýndur var í dag

Sjáðu varabúning United sem frumsýndur var í dag
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ný stjarna United var miklu nær því að fara í Leeds en talið var

Ný stjarna United var miklu nær því að fara í Leeds en talið var
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt varð vitlaust þegar Hannes fór í brúðkaup Gylfa: Hörður ætlar ekki að mæta í leik vegna brúðkaups

Allt varð vitlaust þegar Hannes fór í brúðkaup Gylfa: Hörður ætlar ekki að mæta í leik vegna brúðkaups
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir Þorvald ekki hafa þorað að tala við Kára: „Hann var ömurlegur og sktíhræddur“

Segir Þorvald ekki hafa þorað að tala við Kára: „Hann var ömurlegur og sktíhræddur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Höddi Magg skaut á Blika og talaði um endalaus vonbrigði: Gunnleifur svaraði honum

Höddi Magg skaut á Blika og talaði um endalaus vonbrigði: Gunnleifur svaraði honum