fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“

433
Mánudaginn 22. apríl 2019 08:00

Mynd: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, opnaði sig í svokölluðu páskaviðtali er hann ræddi við Heimi Karlsson á Bylgjunni.

Atli greindist með krabbamein fyrir þónokkru síðan og var honum sagt að hann ætti aðeins nokkrar vikur eftir.

Þessi fyrrum atvinnumaður neitaði að hlusta á skilaboð lækna og þremur árum síðar er hann enn með okkur og nýtur þess að lifa lífinu.

Atli greindist með krabbamein í blöðruhálskirli og meinvörp í beinum en hann tók á sínum málum öðruvísi en aðrir.

„Ég upplifði að allt það sem var í boði í læknavísindum vestræna heimsins, það er allt sem skerðir lífsgæði verulega. Þessi lyf, þetta er ofboðslegt eitur. Ég var búinn að lesa mig til þetta, og hugsaði að ef ég fæ þennan sjúkdóm, þá ætla ég að gera þetta svona,“ sagði Atli.

„Ég var ofsalega rólegur, ég ákvað að ég þyrfti að fara yfir þetta. Ég fór að tala við lækni og tók enga ákvörðun strax. Ég verð að fara yfir þetta. Ég sagði við lækninn:

‘Ef ég er að fara í úrslitaleik í fótbolta, hann er í heimsmeistarakeppninni eftir átta mánuði, þá vil ég reyna að byggja upp ónæmiskerfið, eins sterkt og ég get haft það. Ég þarf á því að halda, nýta það og vinna. Ef ég ætla aftur á móti að fara hina leiðina, að veikja það og brjóta það niður, tel ég mig miðað við mína íþróttaþekkingu vera verr undir það búinn að geta tekist á við krabbameinið.’

Atli segist svo hafa talað við sjúkdóminn.

,,Ég sagði við krabbameinið, við erum hérna tvö. Ef þú ætlar að vinna deyjum við bæði. Við þurfum að reyna að komast að samkomulagi að finna milliveg, þannig að við höldum okkur báðum á lífi. Það sem líkaminn getur búið til getur líkaminn líka tekið til baka.“

,,Mesta sjokkið fyrir mig var, þegar þú ætlar að taka á þínum málum, að þú hefur ekkert leyfi til að taka á þeim. Svona mál eru kerfismál, sem þýðir að allt sem heita hefðbundin lyf eru borguð en ef þú ætlar út í eitthvað annað, ef þú vilt ekki þessi lyf heldur önnur lyf, þá þarftu að redda því sjálfur.“

„Þegar ég heyrði þegar ég var kominn með þetta langaði mig að breiða yfir haus og deyja. Ég ákvað að fara mína eigin leið.“ Læknirinn sagði við Atla: ,,Þú munt ekki lifa lengi eftir þetta. Þessi sjúkdómur mun draga þig til dauða.“

Atli er jákvæður að eðlisfari og var svar hans:

,,Ég þarf ekki að koma til ykkar og heyra þetta. Mig langar miklu frekar að heyra: ‘Hvernig hefur þú það?’ – ‘Ég hef það æðislegt.’ – ‘Gott að heyra að þér líði vel.’

,,Þegar maðurinn með ljáinn kemur ætla ég ekki að lúta höfði, ég ætla að fara beint í andlitið á honum.“

Viðtalið má heyra hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Pape kallar Björgvin fávita eftir rasísk ummæli hans: Unnsteinn og Logi Pedró tjá sig um málið

Pape kallar Björgvin fávita eftir rasísk ummæli hans: Unnsteinn og Logi Pedró tjá sig um málið
433Sport
Í gær

Barcelona sagt efast: Endar Griezmann í United?

Barcelona sagt efast: Endar Griezmann í United?
433Sport
Í gær

90 mínútur með Ögmundi Kristinssyni: Fundur með Moyes, deilur við þjálfara og vonbrigðin með HM

90 mínútur með Ögmundi Kristinssyni: Fundur með Moyes, deilur við þjálfara og vonbrigðin með HM
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu reiðiskast stjörnu Chelsea: Reifst við leikmenn og þjálfara

Sjáðu reiðiskast stjörnu Chelsea: Reifst við leikmenn og þjálfara