fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Er verðlaunaféð fyrir konur til skammar? – ,,Nóg fyrir nýjum kjól og klippingu“

433
Laugardaginn 20. apríl 2019 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karren Brady, varaformaður West Ham United á Englandi, skrifar í dag athyglisverðan pistil á heimasíðu the Sun.

Brady þekkir enska boltann mjög vel en hún hefur verið í stjórn West Ham undanfarin níu ár.

Kvennalið West Ham tryggði sér sæti í úrslitum enska bikarsins á dögunum eftir 4-3 sigur gegn Reading í undanúrslitunum.

Brady segist vera stolt af árangri liðsins en segir að verðlaunaféð fyrir sigurvegara keppninnar sé móðgandi.

West Ham er ekki talið sigurstranglegt í úrslitaleiknum en liðið spilar þar við mjög sterkt lið Manchester City.

,,Þið gætuð haldið það að það sé risastórt verðlaunafé fyrir sigurvegarana en það er rangt,“ skrifar Brady.

,,Ásamt því að fá bikar og medalíur þá gefur knattspyrnusambandið sigurvegaranum nóg til að versla sér nýjan kjól og fara í klippingu.“

Verðlaunaféð fyrir sigurvegara keppninnar er 25 þúsund pund sem þykir ekki vera nógu há upphæð.

Til samanburðar þá mun sigurvegari keppninnar í karlaflokki fá 3,6 milljónir punda en þar mætast Watford og einmitt Manchester City.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Ummælin sem komu Messi í vandræði: Gæti fengið tveggja ára bann

Ummælin sem komu Messi í vandræði: Gæti fengið tveggja ára bann
433Sport
Í gær

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Juventus má ekki heita Juventus: Búið að finna lausn

Juventus má ekki heita Juventus: Búið að finna lausn
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndina: Ný treyja Englandsmeistarana fær mikla gagnrýni

Sjáðu myndina: Ný treyja Englandsmeistarana fær mikla gagnrýni